Afeitrun og afhleðsla

detox.jpgSíðast þegar ég lék af fingrum fram við að rita pistla fyrir þetta blogg var ég búin að rífa út allt glútein. Einhverstaðar í millitíðinni skrapp ég í afmæli og á borð var lagður hrikalega góður brauðréttur. Nú, ég ákvað á þeim degi að einn dagur mundi ekki gera neinn skaða. Nema hvað, þessi eini dagur varð að nokkrum. Því er ég, enn og aftur, á byrjunarreit. 

Þessa vikuna (15-21 okt) ætla ég að taka afeitrunar og afhleðslu viku. Með afhleðslu á ég við deload week.  Ég stunda bara yoga og göngur þessa vikuna. það verður spennandi að sjá hvort og hver afraksturinn verði. Mánudagur til fimmtudags verður étið bara matur sem sagður er vera hreinsandi og föstudagur til sunnudags límónaði

2 msk sítrónusafi
2 msk lífrænt hlynsýróp
dass af cayenne pipar
vatn

Þessi afeitrunarkúr er venjulega í 10 daga en ég er ekki alveg til í að spila fjárhættuspil með líkama minn. Jafnvel þriggja daga kúr getur skaðað líkamann, það er nauðsynlegt að fylgjast vel með. 

Nokkuð hefur borið á umfjöllun um turmeric og heilsubótar áhrifum þess. Ég er farin að drekka á kvöldin flóaða mjólk með turmeric og sef bara nokkuð vel þessa dagana. Ég hendi hér með uppskrift og vona að landinn fari einnig að sofa vel. 

1 bolli mjólk (hvernig mjólk sem þú kýst)
1/2 - 1 tsk turmeric
dass af svörtum pipar (verður að vera með, annars er nánast engin virkni í turmeric)
dass af engifer (ég nota bara duft)
dass af cayenne pipar
1 tsk hunang (má alveg nota meira)

Þá er málið í dag að troða í gúllann slatta af súkkulaði (ég er sko á túr) og á morgun bara mæna á það með tár á hvarmi. 

Bæjæbæbæbæbæ

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband