Litríkt dagatal

calendar2.jpgÉg ætlaði mér að vera gasalega sniðug með nýja nálgun á hvernig ég fyndi út úr fæðuóþolinu. Ég át einungis það sem ég vissi að ég þoldi, sem var hafragrautur, epli og egg. Svo þegar ég væri orðin góð ætlaði ég að bæta inn fæðutegundum og athuga viðbrögðin. Það þarft vart að taka það fram að ég var eins og skugginn af sjálfri mér við að neyta svona lítillar orku (og ég varð ekkert fullkomlega góð), svo ég ákvað að finna nýja nálgun.

Ég fékk mér dagatal eins og á myndinni og skrifaði niður síðustu þrjá mánuði (ég er með allt skráð í dagbók). Ég skrifaði niður hvað ég hafði borðað og einkenni með lituðum pennum. T.d. er slímhúðarþurrkur grænn, einkenni frá meltingarvegi svart, þaninn magi (óléttubumba) appelsínugulur og önnur einkenni fjólublá. Góður dagur er merktur með gulum yfirstrikunartúss - og þeir voru kannski þrír einn mánuðinn. Svona hef ég mjög góða yfirsýn yfir slæma daga, sæmilega daga og góða daga. 

Ég hafði grun um að ýsa fær illa í mig og ég sá það svart á hvítu því dagurinn eftir var ansi litríkur. Einnig sá ég nokkuð sem mig var farið að gruna, alla þá daga sem ég át appelsínu eða greip voru frekar slæmir dagar. 

Í þessi tvö ár sem ég er búin að vera að reyna að finna út úr óþoli hefur mér ekki dottið í hug að prufa að taka út sítrus, enda er ég ekki með týpisk einkenni fyrir sítrusóþoli. Hins vegar neyti ég sítrónusafa velflestalla daga, ég nota hann á morgnanna svo ég geti tekið lýsi. Og velflestalla daga er ég með einkenni af einhverju tagi. 

Því er næsta skref hjá mér að taka út allt sem inniheldur sítrus og leggjast á bæn að ég sé loksins búin að finna orsakavaldinn. 

Ef ekki, þá hef ég dagatalið til að styðjast við og get auðveldlega lesið út hvenær ég er sem verst. 

Það sem ég þarf að taka út er:

Sítrus ávextir, öll ber nema bláber, ananans, tómatar, cayenne pipar, salat, vín, flestir ostar, súrdeigsbrauð, bananar, súpukraftar (aðallega kjúklinga), gos, sultur, tilbúin mat sem inniheldur ávexti (ekki öll chutney, sum innihalda edik), dósatómata og allan mat sem inniheldur tómat eitthvað, dósaávextir, flestan ís (jurta sérstaklega), pakkamat, snakk (sérstaklega blönduð bragðefni), majones og hlaup. 

 Ísí písi

Bæjæbæbæbæbæ


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband