Litríkt dagatal

calendar2.jpgÉg ætlaði mér að vera gasalega sniðug með nýja nálgun á hvernig ég fyndi út úr fæðuóþolinu. Ég át einungis það sem ég vissi að ég þoldi, sem var hafragrautur, epli og egg. Svo þegar ég væri orðin góð ætlaði ég að bæta inn fæðutegundum og athuga viðbrögðin. Það þarft vart að taka það fram að ég var eins og skugginn af sjálfri mér við að neyta svona lítillar orku (og ég varð ekkert fullkomlega góð), svo ég ákvað að finna nýja nálgun.

Ég fékk mér dagatal eins og á myndinni og skrifaði niður síðustu þrjá mánuði (ég er með allt skráð í dagbók). Ég skrifaði niður hvað ég hafði borðað og einkenni með lituðum pennum. T.d. er slímhúðarþurrkur grænn, einkenni frá meltingarvegi svart, þaninn magi (óléttubumba) appelsínugulur og önnur einkenni fjólublá. Góður dagur er merktur með gulum yfirstrikunartúss - og þeir voru kannski þrír einn mánuðinn. Svona hef ég mjög góða yfirsýn yfir slæma daga, sæmilega daga og góða daga. 

Ég hafði grun um að ýsa fær illa í mig og ég sá það svart á hvítu því dagurinn eftir var ansi litríkur. Einnig sá ég nokkuð sem mig var farið að gruna, alla þá daga sem ég át appelsínu eða greip voru frekar slæmir dagar. 

Í þessi tvö ár sem ég er búin að vera að reyna að finna út úr óþoli hefur mér ekki dottið í hug að prufa að taka út sítrus, enda er ég ekki með týpisk einkenni fyrir sítrusóþoli. Hins vegar neyti ég sítrónusafa velflestalla daga, ég nota hann á morgnanna svo ég geti tekið lýsi. Og velflestalla daga er ég með einkenni af einhverju tagi. 

Því er næsta skref hjá mér að taka út allt sem inniheldur sítrus og leggjast á bæn að ég sé loksins búin að finna orsakavaldinn. 

Ef ekki, þá hef ég dagatalið til að styðjast við og get auðveldlega lesið út hvenær ég er sem verst. 

Það sem ég þarf að taka út er:

Sítrus ávextir, öll ber nema bláber, ananans, tómatar, cayenne pipar, salat, vín, flestir ostar, súrdeigsbrauð, bananar, súpukraftar (aðallega kjúklinga), gos, sultur, tilbúin mat sem inniheldur ávexti (ekki öll chutney, sum innihalda edik), dósatómata og allan mat sem inniheldur tómat eitthvað, dósaávextir, flestan ís (jurta sérstaklega), pakkamat, snakk (sérstaklega blönduð bragðefni), majones og hlaup. 

 Ísí písi

Bæjæbæbæbæbæ


Ég get allt...

royalty-free-viking-woman-clipart-illustration-1084146.jpg... sem ég ætla mér. Ég vildi bara hafa það skjalfest.


Gömul

url.pngMér líður stundum eins og fraukunni á myndinni hér til vinstri. Mér finnst ég ægilega ung og spræk (næstum 33ja) og að ég eigi allt lífið framundan en ægilega mörgum finnst að tíminn sé að renna út.

Ég er farin að heyra hið skelfilega orð gömul!

Jafnvel of gömul til að fara í háskóla. 

Lítum raunsætt á þetta: Ég á 34-37 ár eftir á vinnumarkaði ef ég er við góða heilsu (og ef ég hrekk ekki upp af). 

Ef ég færi í nám gæti það mögulega tekið þrjú ár í grunnámi og alveg heilt ár í viðbót í master. Svo kannski langar mig að læra meira og ég klíni einhverju við gráðuna mína er alveg möguleiki á að klína 3 árum í viðbót. Þá eru það sjö ár. Þá á ég enn eftir tæplega 30 ár við að vinna við það sem ég lærði. 

Ég gæti jafnvel unnið við það í heil 10 ár, farið í annað nám og átt farsælan feril þar í tæp 20 ár. 

Ég er ekkert fokking gömul!

Bæjæbæbæbæbæ

 


Afeitrun og afhleðsla

detox.jpgSíðast þegar ég lék af fingrum fram við að rita pistla fyrir þetta blogg var ég búin að rífa út allt glútein. Einhverstaðar í millitíðinni skrapp ég í afmæli og á borð var lagður hrikalega góður brauðréttur. Nú, ég ákvað á þeim degi að einn dagur mundi ekki gera neinn skaða. Nema hvað, þessi eini dagur varð að nokkrum. Því er ég, enn og aftur, á byrjunarreit. 

Þessa vikuna (15-21 okt) ætla ég að taka afeitrunar og afhleðslu viku. Með afhleðslu á ég við deload week.  Ég stunda bara yoga og göngur þessa vikuna. það verður spennandi að sjá hvort og hver afraksturinn verði. Mánudagur til fimmtudags verður étið bara matur sem sagður er vera hreinsandi og föstudagur til sunnudags límónaði

2 msk sítrónusafi
2 msk lífrænt hlynsýróp
dass af cayenne pipar
vatn

Þessi afeitrunarkúr er venjulega í 10 daga en ég er ekki alveg til í að spila fjárhættuspil með líkama minn. Jafnvel þriggja daga kúr getur skaðað líkamann, það er nauðsynlegt að fylgjast vel með. 

Nokkuð hefur borið á umfjöllun um turmeric og heilsubótar áhrifum þess. Ég er farin að drekka á kvöldin flóaða mjólk með turmeric og sef bara nokkuð vel þessa dagana. Ég hendi hér með uppskrift og vona að landinn fari einnig að sofa vel. 

1 bolli mjólk (hvernig mjólk sem þú kýst)
1/2 - 1 tsk turmeric
dass af svörtum pipar (verður að vera með, annars er nánast engin virkni í turmeric)
dass af engifer (ég nota bara duft)
dass af cayenne pipar
1 tsk hunang (má alveg nota meira)

Þá er málið í dag að troða í gúllann slatta af súkkulaði (ég er sko á túr) og á morgun bara mæna á það með tár á hvarmi. 

Bæjæbæbæbæbæ

 


Glútein pása

Nema auðvitað á hafragrauthe_big_belly_of_haruhi_3_by_tarumax_1170889.pngt, ég hef mikla ást á honum. 

Síðan ég sleppti mjölinu er ég búin að vera eins og á myndinni hér til hliðar, ég bíð eftir að húðin rifni af til að hleypa stærri bumbu að. 

Ég er að fara á tónleika á laugardaginn, vonandi verð ég bumbulaus og sleppi að mestu við aftansöng. 

Krossa fingur!

Bæjæbæbæbæbæ

 

 


Sexy danska

yellow_guy_nodding_head_yes_hr.jpgDanska er ekki sexy! Danska er að tala með kartöflu í munninum, það er aldrei æsandi. 

Þess vegna skil ég ekki hvernig það stendur á því að ég er farin að hlusta á danska hljómsveit og þykja röddin jafnvel ná því að gera dönskuna sexý. Mig langar næstum því að lúlla hjá söngvaranum. 

Ég er farin að hafa áhyggjur af mér. 

Bæjæbæbæbæbæ

 

 


Ég er hrædd við karlmenn

scared.jpgDagsatt, ég er skítlogandi hrædd. Mér finnst afar óþægilegt að tala við eða um karlmenn. 

Sjáið til, ég er einhleyp kona. Ég kíki að sjálfsögðu laumulega í kringum mig eftir vænlegum bitum, blikka kannski einn og einn en er ekki að vonast eftir að allir kallar sem á vegi mínum verða gætu möguega verið vonbiðlar. 

Annað er að segja um þá sem eru í kringum mig. Þetta lið er með allar klær úti. Mér er ekki frjálst að tala um, tala við eða ganga framhjá karlmanni án þess að þetta lið andi inni eyrað á mér "hellú missý *blikk blikk*."

Mér varð á að minnast á að ég væri að æfa með kunningja mínum eitt hádegið. Augu samferðafólks mín stækkuðu og þau spurðu með áfergju "er 'ann sætur?"

"Tja, hann er alveg fínn, hann á sko konu." 

Ég spjalla við mann sem er tuttugu árum eldri og vonaraugu liðsins mæna á mig, "jæja?"

Ég er að dansa og maður stekkur inn í hópinn og tjúttar með, hann segi eitt orð við mig og stekkur burt jafn skjótt. Liðið kommentar "úhú, bara komin á séns!"

Kunningi minn á mótorhjól og ég minnist á að mig langi að sitja með en liðið segir með hneykslunarsvip "hann á konu!"

Í fullri alvöru og út frá hjartanu þá þykir mér þetta óendanlega þreytandi og leiðinlegt. Ég hreint út sagt þoli þetta ekki. Ég lít á karlmenn sem fólk og langar virkilega að geta átt eðlileg samskipti við þennan flokk án þess að aðrir vilja eða halda að það sé eitthvað á bakvið það. 

Ég lýg engu þegar ég segi að við einhleypu konurnar lítum alveg á karlmenn sem fólk en ekki bara gangandi möguleika. 

Bæjæbæbæbæbæ


Þreyta

09b-tired-t11692.jpgÍ byrjun júní sá ég fram á að geta montað mig af því að hafa unnið 120% vinnu, borðað hollt, stundað líkamsrækt og haldið flottu heimili  ásamt því að vera í tveimur fögum í sumarskóla.

 Ég át hollt fyrstu vikuna, tók nokkra sumarfrísdaga í vinnunni, það kviknaði óæskilegt líf á heimilinu en ég mætti í ræktina. 

Ég er enn ekki búin að koma mér út úr óhollustu, það tekur á. Það eina sem mig langar að borða er weetos, brauð með súkkulaðismjöri, snakk og nammi. 

Það versta við þetta er er að ég er þreytt og löt. Ég er þreytt þegar ég kem heim úr vinnu og mig langar bara að leggja mig. Um helgar vil ég bara vera heima að horfa á despó. 

Þegar ég borða hollan mat Þá kveður þreytan og nennirinn fer í gang. Það er spurning um að festa skóinn í boruna og hætta þessu væli. 

Bíta á jaxlinn, jebb jebb ég held ég geti það. 

Bæjæbæbæbæbæ


Ofurskipulagning

cry.gifJæja gott fólk. Ég neyðist, að ég veit ykkur til mikillar óánægju, til að taka mér bloggpásu í júní.

Dagarnir verða langir og strangir og þarf ég á sunnudegi að skipuleggja og elda fyrir vikuna. 

Það er ekkert hlaupið að því að grípa eitthvað í gogginn þessa dagana, því þá síður að ég geti farið að éta eitthvað drasl þegar ég þarf sem mest á minni orku og einbeitingu að halda. 

Þangað til næst geturðu sungið þennan fína texta, þegar þú skríður fram úr á morgnanna, sem ég samdi einvern tímann fyrir alltof löngu síðan (ég var einu sinni alltaf að semja eitthvað bull). Þetta fann ég í tiltektaræðinu mínu. 

Lag: súrmjólk í hádeginu
Texti: Klisja bullari

Mygluð á morgnanna svo meikuð allan daginn
tommuþykkt af varalit og naglalakk í stíl
níþröngar sokkabuxur svo haldist inni maginn
ég storma niður stigann og út í bleikann bíl

Ég ákvað að henda saman einni vísu fyrir karlana líka, gengur ekki að einungis konur geti raulað í fjarveru minni

Myglaður á morgnanna og myglaður á daginn
tommþykkt af skeggi og fötin ekk'í stíl
alltof lítið mittismál svo lekur niður maginn
ég álapast niður stigann og út í bláan bíl

Bæjæbæbæbæbæ


Hamborgari án brauðs

make-a-perfect-hamburgers600x600.jpgHamborgari án brauðs er merkilega góður, jafnvel betri en borgari með brauði. Ég hendi hér inn uppskrift af með þeim bestu borgurum sem ég hef smakkað. 

Steiktur borgari með osti

Tómatsalsa:
2 tómatar
biti af agúrku
hvítlauksrif
skalotlaukur
sítrónusafi

Allt smátt skorið og blandað saman, smá sítrónusafi kreistur yfir

Sinnepssósa:
2 msk grísk jógúrt
1 tsk gróft sinnep (ég nota frá himneskri hollustu)
2 tsk hlynsíróp
mjólk til að þynna

Þessu er öllu hrært saman

Sætar kartöflur skornar í mjög þunnar sneiðar og steiktar á pönnu (ég eiginlega djúpsteikti þær), bara ekki brenna þær eins og ég gerði. Þægilegast held ég að taka nokkrar kartöflur í einu og steikja. 

Svo er bara að skella sósu á borgarann og tómatsalsa og sætum til hliðar. 

Bæjæbæbæbæbæ

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband