Desember með öðru sniði

1089464-clipart-3d-relaxed-french-springer-frog-waving-royalty-free-vector-illustration.jpgÉg hef haft þann leiða ávana í desember að gera ekkert fyrr en korter í jól. Nokkrum dögum fyrir jól, yfirleitt tveim dögum, drattast ég af stað að versla gjafir. Með axlir upp við eyru, eyrun spennt aftur og sótbölvandi öllu þessu liði sem er fyrir mér arka ég í gegnum verslanir og óska þess heitt og innilega að ég hefði drattast til þessa fyrr. Ég lofa sjálfri mér að hefja jólagjafainnkaup snemma á árinu. "'ÉG SKAL!"

Svo pakka ég inn móð og másandi, eldrauð í framan af æsingi og öskrum því ég þarf að drífa þetta af. Ég á nefnilega eftir að versla mat, þrífa og skreyta. 

Í gær neyddist ég til að rífa mig snemma fram úr því ég hafði verið svo forsjál að panta tíma í dekkjaskipti kl 10:00. Ég var ekkert sérstaklega ánægð með sjálfa mig, því mér þykir ægilega gott að sofa fram eftir. "Af hverju pantaði ég ekki bara tíma kl 12? Hvurslags sauðhaus er ég eiginlega!"

Eftir dekkjaskiptin þræddi ég nokrrar búðir og kl 12:02 var ég búin að versla flestallar gjafirnar. Spurning hvort ég trassi restina fram á síðustu stundu?

Bæjæbæbæbæbæ


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband