Ræktarnagli

9506-clipart-picture-of-a-hammer-mascot-cartoon-character-walking-on-a-treadmill-in-a-fitness-gym.jpgFlestir sem ég hef heyrt af, eða veit um þurfa hvatningu eða verðlaun til að stunda hreyfingu. Viðmótið er "ef ég er dugleg/ur að hreyfa mig þá fæ ég mér/hlotnast mér/græði ég XYZ.

Ég stóð mig að því áðan að hugsa "ég er búin að vera svo dugleg að ég ætla að verðlauna mig með því að fara í ræktina". Það kom mér eiginlega skemmtilega á óvart.

Þá held ég að ég geti flokkast sem ræktarnagli. 

Bæjæbæbæbæbæ

 


Gleðilegt ár !

sorry_crying_cartoon1.jpgÁrið hjá mér hefst eins og hjá mörgum öðrum, fullt af allskonar fyrirheitum. Ég set mér ekkert sérsakt áramótaheit en það er ýmislegt sem ég þykist ætla að laga á nýja árinu.

Það sem ég þykist ætla að vera eða gera er t.d: vera skipulögð, hafa gott plan í ræktinni, borða hollan og góðan mat, vera dugleg að halda yfirlit yfir óþolseinkenni, hafa hreint og fínt í kringum mig, meiri samskipti við vini og vandamenn, rækta góð samskipti við dótturina, vera dugleg að læra, vera betri manneskja og örugglega fullt annað.

Árið átti því að hefjast hjá mér með pompi og prakti og ýmis hjól áttu að snúast. 

En árið hófst á á pizzu, síðustu pizzunni með pizzusósu því tómatar (ásamt öðrum náttskuggum) fer illa í minn kropp. Einn dagur í veikindum var ekkert tiltökumál, ég mundi bara vera veik um kvöldið og allt í gúddí á fimmtudeginum. 

En ég var bara ekkert hraust á fimmtudeginum, en þá átti allt bara að hefjast á föstudeginum. Á fimmtudagskvöldinu var ég nýbúin að borða músíhnullunga með helling af súkkulaði. Ég strauk mér um magann af vellíðan eftir átið og hóf að lesa á pakkann. 

Miðað við mína forsögu þá les ég alltaf á pakkana. Ég las innihaldslýsinguna vel og vandlega við kaupin á þessum blessaða pakka. En fyrir neðan blessaða innihaldslýsinguna stóð: inniheldur m.a. bygg. 

Ég henti mér á stól og fór að hágráta, bygg er nefnilega eitur í minn kropp.

Ég grét það að ég mundi vera veik aftur deginum eftir og ég grét það að árið var að byrja illa. Árið átti að byrja vel!

Mér varð hugsað til gamlárs og hvað það var gaman þá, árið endaði vel. Þá rann það upp fyrir mér að það skiptir ekki máli hvernig byrjunin er, það er endirinn sem skiptir máli. Árið er bátsferð á árabát yfir Atlantshafið, stundum lyngt og stundum ekki. 

Bæjæbæbæbæbæ


Desember með öðru sniði

1089464-clipart-3d-relaxed-french-springer-frog-waving-royalty-free-vector-illustration.jpgÉg hef haft þann leiða ávana í desember að gera ekkert fyrr en korter í jól. Nokkrum dögum fyrir jól, yfirleitt tveim dögum, drattast ég af stað að versla gjafir. Með axlir upp við eyru, eyrun spennt aftur og sótbölvandi öllu þessu liði sem er fyrir mér arka ég í gegnum verslanir og óska þess heitt og innilega að ég hefði drattast til þessa fyrr. Ég lofa sjálfri mér að hefja jólagjafainnkaup snemma á árinu. "'ÉG SKAL!"

Svo pakka ég inn móð og másandi, eldrauð í framan af æsingi og öskrum því ég þarf að drífa þetta af. Ég á nefnilega eftir að versla mat, þrífa og skreyta. 

Í gær neyddist ég til að rífa mig snemma fram úr því ég hafði verið svo forsjál að panta tíma í dekkjaskipti kl 10:00. Ég var ekkert sérstaklega ánægð með sjálfa mig, því mér þykir ægilega gott að sofa fram eftir. "Af hverju pantaði ég ekki bara tíma kl 12? Hvurslags sauðhaus er ég eiginlega!"

Eftir dekkjaskiptin þræddi ég nokrrar búðir og kl 12:02 var ég búin að versla flestallar gjafirnar. Spurning hvort ég trassi restina fram á síðustu stundu?

Bæjæbæbæbæbæ


Lenti næstum á sjéns

442145-royalty-free-rf-clip-art-illustration-of-a-cartoon-excited-woman-jumping-in-a-robe.jpgÉg fékk sms áðan frá "Sigga" sem var að fiska eftir því hvort ég ætti kæró. Ég svara vanalega ekki svona smsum frá ókunnugum og óskráðum númerum en var pínu spennt yfir þessari óvæntu athygli.

Svo ég svaraði og spurði hver þessi "Siggi" væri. 

Siggi varð frekar hlessa og spurði hvort það væri möguleiki á að þetta væri rangt númer. 

Ég var pínulítið vonsvikin og svaraði til að líkast til væri það svo. 

"Siggi" sendi svar til baka, ég opnaði smsið smá spennt því hver veit - kannski var hann að gera hallærislega tilraun til að veiða upp úr mér hvort ég væri á föstu eður ei. 

Þá hélt að hann þetta númer ætti dóttir mín.

Bæjæbæbæbæbæ

 

 


Hummmm...

one-way-or-another-pamphlet-2-400x242.jpg

Mér finnst alltaf frekar sérstakt þegar fólk úthúðar einhverju með fingur á lofti, segjum X, hendir fram rökum eins og það sé að dreifa fræjum í matjurtartgarð, en hefur engar lausnir.

Að því sögðu, hef ég örugglega gert það sjálf. 

Bæjæbæbæbæbæ


Ég bjó til konfekt

019.jpg Á meðan soja og sítrus eru á bannlistanum þá er ekkert nammi í boði fyrir mig. Þá er ég í alvöru að meina EKKERT, ef það er ekki soja þá er sítrus.

Ég dey sjaldnast ráðalaus, ég fékk í arf hina óbilandi bjartsýni og "þetta reddast" hugarfar í arf frá forforeldrum mínum.  Ég ákvað að prufa að gera súkkulaði. Það gerðist nokkuð merkilegt í kvöld, þessi tilraun heppnaðist skítsæmilega. Mínar tilraunir eiga það margar hverjar sameiginlegt að vera góðar í belg ruslatunnunar.

Rjómasúkkulaðið er frekar þurrt, það vantar meira kakó og/eða meiri sætu. Ég gerði einnig marsipanbolla og marsipankúlur og marsipan getur ekki klikkað, jafnvel þó súkkulaðið sé bara la la. 

Ég gæti dansað við marsipan. 

Ég er ekkert rosalega leið yfir að þurfa að vinna í þessari uppskrift minni, ég þarf örugglega að búa til mikið af súkkulaði áður en ég næ því nokkuð góðu. 

Bæjæbæbæbæbæ


I need you baby

Ég spái ekki oft í textum laga, ég get sungið hástöfum með án þess að vera meðvituð um, um hvað lagið er. Þessa dagana hef ég mikla ást á blues og þá sérstaklega tveim lögum. Í báðum þessum lögum er sungið "I need you baby". Tilviljun eða liggur þar á bakvið djúp sálræn skýring? 

Ég kannski leggst í alvarlega íhugun ef ég fer að gráta og finn til sárrar löngunar í að dansa ballet, þangað til ætla ég bara að hlusta og njóta. 

 


Ég er hugsi

mfln1635l_jpg.pngÉg ber á borð vandamál sem þarftnast úrlausnar, fyrir manneskju sem getur leyst vandamálið. Manneskjan segir, með ákveðni í fasi, að það muni ekki vera unnið að þessu vandamáli núna og óvíst hvort það verði nokkuð gert. Þetta vandamál snertir líðan fólks. Þessi manneskja slengir fram vinsælum frasa og segir mér að hugsa í lausnum, t.d. að flýja aðstæðurnar (í mínum huga er það engin lausn).

Ég er enn hvumsa, nú nokkrum dögum seinna, og veit ekki hvort ég eigi að snúa mér til vinstri, hægri eða bara sleppa því að snúa mér. 

Verst finnst mér að ég neyðist að öllum líkindum bara til að kyngja þessu, þegja og vera prúð. 

það festist örugglega hvumsa svipur á andlitinu, svolítið hissa og svolítið hugsi. 

 Bæjæbæbæbæbæ


Súkkulaði

chocolate.jpgþað þarf ekki mikið til að gleðja mig, súkkulaði er eitt af því. Stundum þegar ég hugsa til þess að ég ætli að fá mér súkkulaði þá klappa ég af eftirvæntingu og tek jafnvel nokkur hopp með. Súkkulaði er stappfullt af andoxunarefnum og allskonar hollustu, svo ekki sé minnst á kynlífsstaðgengill einhleypu konunnar. 

Ég veit ekki hvernig ég fer að því að segja frá þessu ógrátandi, en ég fæ kláða eftir neyslu súkkulaðis. 

Nú, mínútu seinna er ég búin með tárin. Næst á dagskrá er þá að prufa að taka út soja, það hef ég bara ekkert prufað. Merkilegt.

Það s.s. er líklegra að það sé eitthvað sem sé blandað við súkkulaðið, oftast soja, heldur en að kakó sé að valda einkennum.

En nú er ekkert sælgæti í boð fyrir mig ef ég er að taka út soja, cítrus og glútein. Ég verð ein af þeim sem dásama grænkálsflögur háum og skrækum rómi. 

Bæjæbæbæbæbæ

 


Sett upp í excel

untitled1.jpgNördinn í mér spratt upp og ákvað að reyna að sanna eða afsanna greiningu læknisins á mér með því að skella öllu upp í excel.

Þar sem ég er ekkert sérstaklega góð í excel þá lítur þetta ekkert sérstaklega elegant út en nokkuð skiljanlegt (fyrir mig allaveganna). 

Greining læknsins hljóðar upp á iðraólgu. Við iðraólgu ættu einkeninn að vera mest í kringum tíðir því þetta ástand er talið tengjast hormónum.  Ég setti því inn dagana, númeraði einkennin og hafði dagana sem ég hef á klæðum í súlum sem standa upp úr.

Þarna sést nokkuð greinilega að einkennin eru mest í kringum stóru súlurnar (tíðir). Næsti mánuður á eftir er ekki eins afgerandi en síðastliðinn mánuð voru engin tengsl. 

Hver er þá niðurstaðan? 

Engin eins og er, ég þarf að byrja á því að taka út citrus og jafnvel glútein og halda áfram að setja í töflu. 

Kannski nenni ég að klóra mig inn í flottari og skiljanlegri töflu. 

Bæjæbæbæbæbæ


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband