Færsluflokkur: Lífstíll

Bara salt

vector-of-a-cartoon-scared-woman-curled-up-in-a-fetal-position-outlined-coloring-page-by-ron-leishman-20154.jpgSalt á grautinn er eitt en salt eingöngu á allan mat er frekar fúlt.  Salt og pipar (svartur, grænn og hvítur) er góð blanda og það þarf ekkert annað krydd, nema ef ske kynni að piparinn valdi bólgu í vörum og sviða og brunatilfinningu í andliti.

Það sem eftir stendur á mínu matseðli er því: tröllahafrar, hvít hrísgrjón, hrískökur, hvítt spelt, matarsódi, kakó, sykur (mjög lítið), hunang, ísl. smjör, ostur, mjólk, rjómi, salt, sumar olíur, eggjahvítur, rækjur, lax, silungur, lamb, naut, kjúklingur, kaffi, svart te og camillu te. 

Hnikað frá þessu þýðir bara þreyta og flensueinkenni.

Þetta er um 10% af þeirri matvöru sem ég neytti að jafnaði áður.  FÚLT!

já bara fúlt. 

Bæjæbæbæbæbæ


Bjargvætturinn grænmeti

evilsprouts.jpg"Etið grænmeti, ávexti og grófmeti því annars bíður helvíti handan við hornið. Sjúkdómar, næringarskortur og sveppafylltur ristill er það sem koma skal. Mjólk er af hinu illa! Hveiti er af hinu illa!". Það er nokkurnveginn svona sem ég skynja umræðuna um hvað sé best fyrir okkur.

Ég hlustaði að sjálfsögðu á þetta því ég vildi fá heilsuna mína aftur, ég vildi vera hraust og það var ekki hægt nema troða kroppinn fullan af grænmeti og hnetum. 

Fyrir rest ákvað ég að það var allt í lagi að vera minni manneskja og tók inn allt eitrið og út allan bjargvætinn (eða að mestu, ég er stundum óþekk). Ég drekk mjólk skammlaust og ét hveiti og sykur með ánægju. Skjaldkirtillinn sem er búinn að vera latur í tæp 3 ár er á góðu róli, ég sef á nóttunni, ég er betri í maganum, andleg líðan er betri, ég verð ekki lengur hundveik á blæðingum og fleira og fleira. 

Bráðum verð ég loks eins og venjulegt fólk, nema að sjálfsögðu ég get ekki borðað eins og meðaljón en ég er vön skítköstum í kringum það. 

Stuð

Bæjæbæbæbæbæ


Ávinningur af líkamsrækt

exercise-cartoon-woman_1194800.jpgFyrir um fimm árum var ég andlegt hrúgald. Ég gekk um hnípt með betlaralegan hvolpasvip í augum. Ég óskaði þess iðulega að ég gæti borið með mér gat til að stökkva ofan í við erfiðar félagslegar aðstæður, eins og t.d. ef einhver tók ekki eftir að hafa misst eitthvað og ég þurfti að pikka í bakið á viðkomandi. Með dúndrandi hjarta og þurran munn kallaði ég „heyrðu, halló!“. Ég hljóp til og titrandi  höndin, sem streittist á móti, pikkaði í viðkomandi og undarlega rám og skjálfandi rödd sem virtist koma utan frá sagði „þú misstir þetta.“

Hversdagslegar aðstæður voru erfiðar og margar óyfirstíganlegar. Þá var ég um 50 kg og 160 cm.

Mig langaði svo að vera hraust, vera að hreyfa mig og stunda líkamsrækt. Vandamálið var að mér fannst tæki svo leiðinleg. Ég og systir mín fórum því saman í hóptíma og fundum okkur vel þar. Systir mín hætti en ég hélt áfram. Það var ekkert svo erfitt að mæta ein því ég var farin að þekkja til þarna. Að vísu var erfitt að mæta í aðra opna tíma, ef ég mætti sat ég á dollunni góða stund fyrir tímann með kvíðahnút í maganum.

Smám saman jókst sjálfstraust mitt og kjarkur, ég þorði meira að segja að júhhúa fólk sem missti draslið sitt án þess að taka eftir því.

Ég er hætt í hóptímum og farin að æfa sjálf, ég fann út hvað mér þótti skemmtilegt og hlakkar því yfirleitt til að fara í ræktina. Ég hef ekkert lést, í dag er ég um 60 kg og 162 cm og bara afar sátt við það.

Með tímanum hefur sjálfstraustið aukist enn meira. Ég þori að segja mína skoðun og tjá mig á vissum sviðum, það er auðvelt í vinunni gangvart starfsfólki og yfirmönnum (ég tók meira að segja að mér að vera trúnaðarmaður) en á persónulega sviðinu er ég enn að bæta mig.

Ég finn það að ef ég er ekki dugleg að mæta í ræktina reygir gamla Klisja hálsinn aðeins og kíkir með öðru auganu á hvort það sé tímabært að taka við aftur. Hún er alltaf tilbúin að taka við.

Mér sárnar þess vegna yfirleitt þegar fólk talar eins og ræktin sé afsprengi hins illa. „Allt þetta meidda fólk og veika fólk, þetta er allt í ræktinni“. Tölfræðilega séð efast ég um að fólk sem stundar ræktina sé oftar veikt eða með vöðvabólgur en annað fólk, fólk sem fer í ræktina er bara venjulegt fólk.

Þegar allt kemur til alls þá snúast æfingar því ekki um að grennast og borða brokkolí, heldur til að viðhalda gleði í hjartanu og elífri uppsprettu hláturs.

Bæjæbæbæbæbæ


Ræktin rót hins illa

the_gym_will_bite_you_banner.jpgEf ég fæ einhverstaðar verki, svona eins og gengur og gerist með venjulegt fólk, þá fæ ég athugasemdir á borð við: "Þetta er ræktinni um að kenna", "Er 'etta ekki bara allt þetta þunga sem þú ert að taka?", "Eru þetta ekki allar þessar bjöllur og þetta allt sem þú lyftir?" o.s.frv.

Aldrei nokkurn tímann hef ég heyrt nokkurn kenna nokkru um þegar fólk sem stundar ekki ræktina fær verki einhverstaðar. það er bara eðlilegur hluti af daglegu lífi að kenna til einhverstaðar, nema að sjálfsögðu ef þú ert í ræktinni. 

Vitringarnir gúddera ekki að þetta sé líklegast frekar vinnan eða prjónaskapurinn. Að því sögðu þá eru góðar líkur á að ákveðnir verkir koma fram vegna þess að æfingar styrkja veikleika í líkamanum. Því ber að fagna því það er hægt að laga og verða heilli. Undirróttin er samt slæmir vanar sem þú iðkar dagsdaglega, þessar daglegu rútínur sem við hugsum ekki um.

En það get ég ekki sagt við vitringana þá mun heyrast - "sko! allt ræktinni að kenna!"

Bæjæbæbæbæbæ

 


Ofurbjartsýni

5659.jpgÍ um tvö ár eða meira (ég er löngu hætt að telja) hefur matur farið illa í mig. Það undarlega er að ég hef verið með einkenni nánast alla daga, nema þegar ég hef dottið í brauð og kleinuhringjaát.

Enn undarlegra er að grænmeti og ávextir fara illa í mig hvort sem ég hef borðað hrátt eða eldað. Það er í hæsta máti óeðlilegt. 

Jæja, ég hef verið að taka út fæðu og setja inn, tegundir og eina og eina fæðutegund en aldrei verið góð. Ég fór að fá munnþurrk og sæta rauða hringi við munnvik, fólk hélt þegar ég var að rembast við að vera fín með rauðan varalit að ég hefði varalitað svona flott út fyrir. 

Dóttir einnar sem ég þekki er með ofnæmi fyrir sítrus og ég mundi eftir að hún hafi talað um einkenni við munn. Því tók ég út sítrusávexti og varirnar urðu betri. En líðanin almennt ekki. 

Ég hringdi því blessaða konuna ég var með öll einkenni sem dóttir hennar var með. Hún sagði mér að taka út nánast allt grænmeti, alla ávexti, öll ber nema bláber, hnetur, möndlur, baunir, gróftmeti, lauka, nánast allt krydd og allan tilbúinn mat. 

Í gleðivímu yfir að þetta væri sko pottþétt það sem væri að hrjá mig tætti ég allt úr skápum og ók því með hraði heim í skápa systur minnar. 

Ég stoppaði ekki til að hugsa um að það væri smá líkur á að þetta væri ekki það sem væri að. 

Krossa bara fingur að svo sé. 

Bæjæbæbæbæbæ


Súkkulaði

chocolate.jpgþað þarf ekki mikið til að gleðja mig, súkkulaði er eitt af því. Stundum þegar ég hugsa til þess að ég ætli að fá mér súkkulaði þá klappa ég af eftirvæntingu og tek jafnvel nokkur hopp með. Súkkulaði er stappfullt af andoxunarefnum og allskonar hollustu, svo ekki sé minnst á kynlífsstaðgengill einhleypu konunnar. 

Ég veit ekki hvernig ég fer að því að segja frá þessu ógrátandi, en ég fæ kláða eftir neyslu súkkulaðis. 

Nú, mínútu seinna er ég búin með tárin. Næst á dagskrá er þá að prufa að taka út soja, það hef ég bara ekkert prufað. Merkilegt.

Það s.s. er líklegra að það sé eitthvað sem sé blandað við súkkulaðið, oftast soja, heldur en að kakó sé að valda einkennum.

En nú er ekkert sælgæti í boð fyrir mig ef ég er að taka út soja, cítrus og glútein. Ég verð ein af þeim sem dásama grænkálsflögur háum og skrækum rómi. 

Bæjæbæbæbæbæ

 


Litríkt dagatal

calendar2.jpgÉg ætlaði mér að vera gasalega sniðug með nýja nálgun á hvernig ég fyndi út úr fæðuóþolinu. Ég át einungis það sem ég vissi að ég þoldi, sem var hafragrautur, epli og egg. Svo þegar ég væri orðin góð ætlaði ég að bæta inn fæðutegundum og athuga viðbrögðin. Það þarft vart að taka það fram að ég var eins og skugginn af sjálfri mér við að neyta svona lítillar orku (og ég varð ekkert fullkomlega góð), svo ég ákvað að finna nýja nálgun.

Ég fékk mér dagatal eins og á myndinni og skrifaði niður síðustu þrjá mánuði (ég er með allt skráð í dagbók). Ég skrifaði niður hvað ég hafði borðað og einkenni með lituðum pennum. T.d. er slímhúðarþurrkur grænn, einkenni frá meltingarvegi svart, þaninn magi (óléttubumba) appelsínugulur og önnur einkenni fjólublá. Góður dagur er merktur með gulum yfirstrikunartúss - og þeir voru kannski þrír einn mánuðinn. Svona hef ég mjög góða yfirsýn yfir slæma daga, sæmilega daga og góða daga. 

Ég hafði grun um að ýsa fær illa í mig og ég sá það svart á hvítu því dagurinn eftir var ansi litríkur. Einnig sá ég nokkuð sem mig var farið að gruna, alla þá daga sem ég át appelsínu eða greip voru frekar slæmir dagar. 

Í þessi tvö ár sem ég er búin að vera að reyna að finna út úr óþoli hefur mér ekki dottið í hug að prufa að taka út sítrus, enda er ég ekki með týpisk einkenni fyrir sítrusóþoli. Hins vegar neyti ég sítrónusafa velflestalla daga, ég nota hann á morgnanna svo ég geti tekið lýsi. Og velflestalla daga er ég með einkenni af einhverju tagi. 

Því er næsta skref hjá mér að taka út allt sem inniheldur sítrus og leggjast á bæn að ég sé loksins búin að finna orsakavaldinn. 

Ef ekki, þá hef ég dagatalið til að styðjast við og get auðveldlega lesið út hvenær ég er sem verst. 

Það sem ég þarf að taka út er:

Sítrus ávextir, öll ber nema bláber, ananans, tómatar, cayenne pipar, salat, vín, flestir ostar, súrdeigsbrauð, bananar, súpukraftar (aðallega kjúklinga), gos, sultur, tilbúin mat sem inniheldur ávexti (ekki öll chutney, sum innihalda edik), dósatómata og allan mat sem inniheldur tómat eitthvað, dósaávextir, flestan ís (jurta sérstaklega), pakkamat, snakk (sérstaklega blönduð bragðefni), majones og hlaup. 

 Ísí písi

Bæjæbæbæbæbæ


Ég get allt...

royalty-free-viking-woman-clipart-illustration-1084146.jpg... sem ég ætla mér. Ég vildi bara hafa það skjalfest.


Afeitrun og afhleðsla

detox.jpgSíðast þegar ég lék af fingrum fram við að rita pistla fyrir þetta blogg var ég búin að rífa út allt glútein. Einhverstaðar í millitíðinni skrapp ég í afmæli og á borð var lagður hrikalega góður brauðréttur. Nú, ég ákvað á þeim degi að einn dagur mundi ekki gera neinn skaða. Nema hvað, þessi eini dagur varð að nokkrum. Því er ég, enn og aftur, á byrjunarreit. 

Þessa vikuna (15-21 okt) ætla ég að taka afeitrunar og afhleðslu viku. Með afhleðslu á ég við deload week.  Ég stunda bara yoga og göngur þessa vikuna. það verður spennandi að sjá hvort og hver afraksturinn verði. Mánudagur til fimmtudags verður étið bara matur sem sagður er vera hreinsandi og föstudagur til sunnudags límónaði

2 msk sítrónusafi
2 msk lífrænt hlynsýróp
dass af cayenne pipar
vatn

Þessi afeitrunarkúr er venjulega í 10 daga en ég er ekki alveg til í að spila fjárhættuspil með líkama minn. Jafnvel þriggja daga kúr getur skaðað líkamann, það er nauðsynlegt að fylgjast vel með. 

Nokkuð hefur borið á umfjöllun um turmeric og heilsubótar áhrifum þess. Ég er farin að drekka á kvöldin flóaða mjólk með turmeric og sef bara nokkuð vel þessa dagana. Ég hendi hér með uppskrift og vona að landinn fari einnig að sofa vel. 

1 bolli mjólk (hvernig mjólk sem þú kýst)
1/2 - 1 tsk turmeric
dass af svörtum pipar (verður að vera með, annars er nánast engin virkni í turmeric)
dass af engifer (ég nota bara duft)
dass af cayenne pipar
1 tsk hunang (má alveg nota meira)

Þá er málið í dag að troða í gúllann slatta af súkkulaði (ég er sko á túr) og á morgun bara mæna á það með tár á hvarmi. 

Bæjæbæbæbæbæ

 


Glútein pása

Nema auðvitað á hafragrauthe_big_belly_of_haruhi_3_by_tarumax_1170889.pngt, ég hef mikla ást á honum. 

Síðan ég sleppti mjölinu er ég búin að vera eins og á myndinni hér til hliðar, ég bíð eftir að húðin rifni af til að hleypa stærri bumbu að. 

Ég er að fara á tónleika á laugardaginn, vonandi verð ég bumbulaus og sleppi að mestu við aftansöng. 

Krossa fingur!

Bæjæbæbæbæbæ

 

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband