Færsluflokkur: Ljóð

Sett upp í excel

untitled1.jpgNördinn í mér spratt upp og ákvað að reyna að sanna eða afsanna greiningu læknisins á mér með því að skella öllu upp í excel.

Þar sem ég er ekkert sérstaklega góð í excel þá lítur þetta ekkert sérstaklega elegant út en nokkuð skiljanlegt (fyrir mig allaveganna). 

Greining læknsins hljóðar upp á iðraólgu. Við iðraólgu ættu einkeninn að vera mest í kringum tíðir því þetta ástand er talið tengjast hormónum.  Ég setti því inn dagana, númeraði einkennin og hafði dagana sem ég hef á klæðum í súlum sem standa upp úr.

Þarna sést nokkuð greinilega að einkennin eru mest í kringum stóru súlurnar (tíðir). Næsti mánuður á eftir er ekki eins afgerandi en síðastliðinn mánuð voru engin tengsl. 

Hver er þá niðurstaðan? 

Engin eins og er, ég þarf að byrja á því að taka út citrus og jafnvel glútein og halda áfram að setja í töflu. 

Kannski nenni ég að klóra mig inn í flottari og skiljanlegri töflu. 

Bæjæbæbæbæbæ


Aftur á beinu brautina

germs.jpgEða eins beina og hún getur orðið. Ég gat það ekki fyrr en í dag af því að mamma var að baka kleinur. Ég get ekki sagt nei við mömmu!

Ef við ýmindum okkur að meltingarfærin séu uppfull af óværu og að það sé helsta orsök allra minna vandræða þá er ég næsta viss að þær líti út eins og á myndinni eftir allt gotteríið.

Meltingarsérfræðingur vildi meina að ég þjáðist af iðraólgu en næringarráðgjafi sagði að það væri bara greining sem læknar klíndu á þegar þeir vissu ekki hvað væri að og þeir hefðu ekki tíma til að gramsa eftir orsök. 

Heilsugúrúar vilja meina að þetta sé allt skemmdir á meltingarvegi og ofvöxtur baktería sem spúa eitri út í líkamann sem valdi þessum einkennum í taugakerfinu. 

Ég spyr; ef ég fer ekki nákvæmlega eftir X matarræði, mun ég þá ekki lagast? Ég hef t.d. ekki kost á lífrænt ræktuðum matvælum, reglulegum ferðum í heilsuhúsið eða dýrum þeytingum. 

Ég tók út sætar kartöflur vegna þess að í annarri hvorri leiðandi skruddunni var mælt með að þær yrðu teknar út. Ég ákvað samt nú að henda þeim inn aftur eingöngu vegna þess að þær eru assgoti góðar.

En ef svo er að hin eina rétta leið að skjótum árangri (þ.e.a.s. á 6 mánuðum) sé að fylgja formföstu matarræði X þá hugsa ég að mig langi frekar að skjóta á ár. 

Mig langar að svindla og borða kolvetni af og til, vonandi eftir eitt ár verð ég hætt að drulla. 

Bæjæbæbæbæbæ

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband