Færsluflokkur: Bloggar

Sett upp í excel

untitled1.jpgNördinn í mér spratt upp og ákvað að reyna að sanna eða afsanna greiningu læknisins á mér með því að skella öllu upp í excel.

Þar sem ég er ekkert sérstaklega góð í excel þá lítur þetta ekkert sérstaklega elegant út en nokkuð skiljanlegt (fyrir mig allaveganna). 

Greining læknsins hljóðar upp á iðraólgu. Við iðraólgu ættu einkeninn að vera mest í kringum tíðir því þetta ástand er talið tengjast hormónum.  Ég setti því inn dagana, númeraði einkennin og hafði dagana sem ég hef á klæðum í súlum sem standa upp úr.

Þarna sést nokkuð greinilega að einkennin eru mest í kringum stóru súlurnar (tíðir). Næsti mánuður á eftir er ekki eins afgerandi en síðastliðinn mánuð voru engin tengsl. 

Hver er þá niðurstaðan? 

Engin eins og er, ég þarf að byrja á því að taka út citrus og jafnvel glútein og halda áfram að setja í töflu. 

Kannski nenni ég að klóra mig inn í flottari og skiljanlegri töflu. 

Bæjæbæbæbæbæ


Gömul

url.pngMér líður stundum eins og fraukunni á myndinni hér til vinstri. Mér finnst ég ægilega ung og spræk (næstum 33ja) og að ég eigi allt lífið framundan en ægilega mörgum finnst að tíminn sé að renna út.

Ég er farin að heyra hið skelfilega orð gömul!

Jafnvel of gömul til að fara í háskóla. 

Lítum raunsætt á þetta: Ég á 34-37 ár eftir á vinnumarkaði ef ég er við góða heilsu (og ef ég hrekk ekki upp af). 

Ef ég færi í nám gæti það mögulega tekið þrjú ár í grunnámi og alveg heilt ár í viðbót í master. Svo kannski langar mig að læra meira og ég klíni einhverju við gráðuna mína er alveg möguleiki á að klína 3 árum í viðbót. Þá eru það sjö ár. Þá á ég enn eftir tæplega 30 ár við að vinna við það sem ég lærði. 

Ég gæti jafnvel unnið við það í heil 10 ár, farið í annað nám og átt farsælan feril þar í tæp 20 ár. 

Ég er ekkert fokking gömul!

Bæjæbæbæbæbæ

 


Sexy danska

yellow_guy_nodding_head_yes_hr.jpgDanska er ekki sexy! Danska er að tala með kartöflu í munninum, það er aldrei æsandi. 

Þess vegna skil ég ekki hvernig það stendur á því að ég er farin að hlusta á danska hljómsveit og þykja röddin jafnvel ná því að gera dönskuna sexý. Mig langar næstum því að lúlla hjá söngvaranum. 

Ég er farin að hafa áhyggjur af mér. 

Bæjæbæbæbæbæ

 

 


Ég er hrædd við karlmenn

scared.jpgDagsatt, ég er skítlogandi hrædd. Mér finnst afar óþægilegt að tala við eða um karlmenn. 

Sjáið til, ég er einhleyp kona. Ég kíki að sjálfsögðu laumulega í kringum mig eftir vænlegum bitum, blikka kannski einn og einn en er ekki að vonast eftir að allir kallar sem á vegi mínum verða gætu möguega verið vonbiðlar. 

Annað er að segja um þá sem eru í kringum mig. Þetta lið er með allar klær úti. Mér er ekki frjálst að tala um, tala við eða ganga framhjá karlmanni án þess að þetta lið andi inni eyrað á mér "hellú missý *blikk blikk*."

Mér varð á að minnast á að ég væri að æfa með kunningja mínum eitt hádegið. Augu samferðafólks mín stækkuðu og þau spurðu með áfergju "er 'ann sætur?"

"Tja, hann er alveg fínn, hann á sko konu." 

Ég spjalla við mann sem er tuttugu árum eldri og vonaraugu liðsins mæna á mig, "jæja?"

Ég er að dansa og maður stekkur inn í hópinn og tjúttar með, hann segi eitt orð við mig og stekkur burt jafn skjótt. Liðið kommentar "úhú, bara komin á séns!"

Kunningi minn á mótorhjól og ég minnist á að mig langi að sitja með en liðið segir með hneykslunarsvip "hann á konu!"

Í fullri alvöru og út frá hjartanu þá þykir mér þetta óendanlega þreytandi og leiðinlegt. Ég hreint út sagt þoli þetta ekki. Ég lít á karlmenn sem fólk og langar virkilega að geta átt eðlileg samskipti við þennan flokk án þess að aðrir vilja eða halda að það sé eitthvað á bakvið það. 

Ég lýg engu þegar ég segi að við einhleypu konurnar lítum alveg á karlmenn sem fólk en ekki bara gangandi möguleika. 

Bæjæbæbæbæbæ


Ofurskipulagning

cry.gifJæja gott fólk. Ég neyðist, að ég veit ykkur til mikillar óánægju, til að taka mér bloggpásu í júní.

Dagarnir verða langir og strangir og þarf ég á sunnudegi að skipuleggja og elda fyrir vikuna. 

Það er ekkert hlaupið að því að grípa eitthvað í gogginn þessa dagana, því þá síður að ég geti farið að éta eitthvað drasl þegar ég þarf sem mest á minni orku og einbeitingu að halda. 

Þangað til næst geturðu sungið þennan fína texta, þegar þú skríður fram úr á morgnanna, sem ég samdi einvern tímann fyrir alltof löngu síðan (ég var einu sinni alltaf að semja eitthvað bull). Þetta fann ég í tiltektaræðinu mínu. 

Lag: súrmjólk í hádeginu
Texti: Klisja bullari

Mygluð á morgnanna svo meikuð allan daginn
tommuþykkt af varalit og naglalakk í stíl
níþröngar sokkabuxur svo haldist inni maginn
ég storma niður stigann og út í bleikann bíl

Ég ákvað að henda saman einni vísu fyrir karlana líka, gengur ekki að einungis konur geti raulað í fjarveru minni

Myglaður á morgnanna og myglaður á daginn
tommþykkt af skeggi og fötin ekk'í stíl
alltof lítið mittismál svo lekur niður maginn
ég álapast niður stigann og út í bláan bíl

Bæjæbæbæbæbæ


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband