Færsluflokkur: Lífstíll

Fjárans þyngdarmissir

0167.jpgÉg leita eftir og les mikið af heilsutengdnum greinum. Ég gramsa og gramsa á netinu í leit að skemmtilegum æfingum sem geta hjálpað mér í að bæta þol, auka styrk, bæta jafnvægi, samhæfingu og byggja góða heilsu.

Einnig leita ég eftir og les mikið um heilsusamlega næringu. 

Jafnframt að vera skemmt yfir efninu verð ég oft ansi súr, áheyrslan er 99% á þyngdarmissi. Ég sit oft fyrir framan tölvuna með "hvur þremillinn" svip á andlitinu.

Mér þætti gaman að sjá sömu greinarnar með jákvæðari áheyrslum, þyngdarstjórnun - eþs -  megrun er ekki, að mínu mati, jákvæð nálgun. 

Mér þætti gaman að sjá fyrirsagnir eins og "auktu -hreysti, -þol, -styrk, -orku, -kraft o.s.fr.v. með þessum æfingum / mat".

Við þurfum ekki öll að grennast, ekki einu sinni fólk sem er með nokkur aukakíló á sér og því þá síður grannt fólk. Við þurfum mörg okkar að auka hreysti, og það er það sem áheyrslan ætti að vera á, að mínu mati. 

Manneskja í yfirþyngd sem á hættu á að þróa með sér heilsufarsleg vandamál mundi þá beina áheyrslum sínum á að vinna að góðri heilsu, ekki á að vera mjó. 

Manneskja í undirþyngd sem á hættu á þróa með sér heilsufarsleg vandamál mundi þá beina áheyrslum sínum á að vinna að góðri heilsu, ekki að vera mjórri. 

Manneskja í þokkalegri þyngd sem á hættu á að þróa með sér heilsufarsleg vandamál mundi þá beina áheyrslum sínum á að vinna að góðri heilsu, ekki safna rusli innra með sér. 

Með þessu er ég ekki að segja að við eigum að éta grænkál með laxi á spínatbeði og engri sósu eftir klukkustundar hlaup og hálftíma lyftingar. 

Borðaðu 80% heilsubætandi, findu hreyfingu sem er skemmtileg eða til bóta. 

Ef það kemur hor með "þetta er svo erfitt" vælinu, snýttu þér þá bara og haltu áfram. 

Bæjæbæbæbæbæ

 


Betra lyktarskyn

smell.gifÉg sver að lyktarskynið hefur stórbatnað, ég allavegana finn mikla lykt af bökuðu góðmeti. 

Ég sté inn í bakarí um daginn og aldrei áður hef ég fundið jafn sterka lykt af þessu dásamlega góðmeti, lykt af brauði og snúðum fyllti vit mín. Ég fékk mér samt bara súpu. 

Í gær gekk ég framhjá kleinum og kaffi á brúsa, lyktin af kleinunum var yndislega góð en kaffilyktin vond, enda iðnaðarkaffi.  

Þannig er það, ég finn orðið betur lykt af bakkelsi, hef ekki tekið eftir öðru. 

Ég er enn að erfiða við að finna út mat sem ég þoli illa, hugsanlega verð ég að taka út ýsuna eða jafnvel grasker. Ég átti mjög vondan dag í vikunni þar sem ég var afar þreytt, reið út í allt og alla og var gráti næst í vinnunni.  

Næst á dagskrá er að borða í "rúllum". Þ.e. ég rúlla mat í 4 daga, annaðhvort með því að borða það sama í fjóra daga eða aldrei það sama í fjóra daga og byrja svo upp á nýtt (þ.e. sami matur dag eitt og fimm o.s.frv.). 

Það eina sem er erfitt við þetta er að ég tími ekki að sleppa því að borða hafragraut, það er algjörlega uppáhalds maturinn minn. 

Ég borða tröllahafra (helmingi ódýrari á kg en seríós ef einhver ætlar að taka andköf yfir verði), 1 tsk af chiafræjum, smá kanil, lúku af frosnum bláberjum, husk og rjóma. Þetta er bara gott og með rjómanum verð ég lengur södd. 

Fita er ekki fæða frá kölska heldur heldur tefur hún fyrir meltingu, þannig verðum við fyrr södd og lengur. 

Eða sum fita er frá kölska komin, en það er ekki smjör og rjómi. 

Sveittur borgari og franskar er kölskafæði. 

Þegar þetta prógramm hjá mér er búið (eftir ca hálft ár) ætla ég að sleppa kölska lausum og fá mér pulsu með tómat sinnep og steiktum og kókómjólk. 

Bæjæbæbæbæbæ


Er sykur andlega yngjandi?

9720306-cartoon-old-lady-using-awalking-frame-isolated-on-white.jpgÉg hef aldrei haft það á tilfinningunni að ég sé gömul, enda kornung (32). Nema eftir að ég hætti að eta sykur!

Mér líður ekki bara gamalli, ég næ ekki að æfa af ákafa og til að toppa þetta þá sagði elskuleg dóttir mín mér að ég væri gömul kona. 

Hvað er besta elliheimilið?

Bæjæbæbæbæbæ


Súkkulaðimús

chocolate-mousse-25.jpgÁðan var ég í öskrandi þörf fyrir nammi. Öskrandi þörf lýsir sér þannig að líkaminn biður um eitthvað og það endar sem munnleg og hávær bæn um þetta tiltekna efni. 

Sem óð hóf ég að gúgla uppskriftir að súkkulaðimús, það gat ekki annað verið en að ég fyndi einfalda og fljótlega uppskrift sem ég gæti hent saman með leyfilegu hráefni. 

Sem ég gerði!

Ég þeytti tvær eggjahvítur upp í topp, bætti við smá hlynsýrópi. 

Við eggjarauðurnar tvær sáldraði ég tveim matskeiðum af kakói og það festist allt saman í pískaranum. Þetta var þéttur massi og ég var í mesta basli með að ná þessu úr þar sem þetta var gormapískari. Þetta hafðist með smá slettu af rjóma. 

Kakóblandinu bætti ég út í eggjahvíturnar og sett í kæli á meðan ég skrapp í heimsókn að horfa á IDOL. 

Þetta var ekki þétt og flott eins og á myndinni, frekar vatnskennt og skildi sig. Mér þykir svo sem ekkert sérlega leiðinlegt að þurfa að finna mig í þessari uppskrift því þetta var bara nokkuð gott. 

Næst á dagskrá er að búa til konfekt. 

Bæjæbæbæbæbæ


Fráhvarfseinkenni sykur- og hveitileysis

url.gifÞað er stóra spurningin, er raunin sú að ég sé að upplifa fráhvarfseinkenni? Vísindalega hefur þetta ekki verið rannsakað, þ.e.a.s. hvort við upplifum fráhvarf af sykri, hver einkennin séu og hve lengi þau standa. Rannsókn á rottum gaf til kynna fráhvarf, þær sýndu kvíðamerki og tannglamur þegar sykurríka fæðið var tekið af þeim. Það merkilega er er að þær sýndu svipaða hegðun og rottur í fráhvarfi af eiturlyfjum.  

Það er þrátt fyrir það talið vera svo. Samkvæmt wiseGEEK er möguleiki á að fá einkenni eins og orkuleysi, mikla sykurþörf, kvíða, þunglyndi og jafnvel flensulík einkenni, og að þau einkenni standi í nokkrar vikur. Talið er að taka eigi sykurfráhvörf jafn alvarlega og fráhvörf annara fíkniefna, allavegana frá andlegu sjónarmiði.  

Flestar síður sem ég skoðaði lýsa einkennum eins og höfuðverk, þreytu, svefnörðugleikum (of mikill svefn eða of lítill),  andleg þjáning, reiði, kvíði, þunglyndi, ógleði og uppköst. 

Af fráhvarfseinkennum hveitis eru ofantalin einkenni sem og verkir í liðum, heilaþoka og einkenni frá meltingarfærum. 

Mín einkenni hafa verið mikil spenna í vöðvum við eyru, leti (eða athafnaleysi), svefnörðugleikar, verkir í liðum úlnliða og olnboga, andleysi og depurð (ekki beint þunglyndi), þurr slímhúð og skita (man ekki eftir fleirum). Skitan getur þó verið af fæðu sem ég þoli ekki, ég ætla að hinkra með að kanna það í nokkrar vikur. Hvort þetta séu einkenni fráhvarfs kemur í ljós á næstu vikum. 

Fótapirring fæ ég á nóttunni ef ég drekk mjólk seint á kvöldin. Ég tengi það helst við kalkmagn, ég hef alltaf fengið mikinn fótapirring ef ég tek inn kalk seint á kvöldin. 

Þau einkenni sem ég hafði þegar ég var sem verst voru:

Einkenni frá meltingarfærum, slæmir verkir og/eða smjörkenndar hægðir eða niðurgangur
Einkenni frá lungum, ég lét kanna þau oftar en einu sinni en ekkert kom í ljós
Einkenni frá hjarta, það var tekið hjartalínurit og ég var tengd holter (sólarhringsmæli) en ekkert kom í ljós
Ég átti afar erfitt með einbeitingu og minni
Sinnuleysi var stundum algjört
Mikill þurrkur í slímhúð
Kláði
Fótapirringur
Þunglyndi og grátgirni
Verkir í eggjastokkum

Eftir vinnu, þegar ég hafði heilsu til að mæta, var rúmið besti vinur minn. Ég var harðgift rúminu í örugglega hálft ár - og þáttaröðum því ekki hafði ég einbeitingu í að lesa. 

Mér leið mjög vel eftir að ég hætti að borða aðal óþolsvaldana, en líður örlítið ver eftir að ég tók út hveiti og sykur. Ég kvarta samt ekki (þó þetta blogg kunni að snúast um það), ég get farið í ræktina, sleppt því að leggjast í rúmið og lesið. 

Bæjæbæbæbæbæ


Ágætis brauð

brau.jpgMig langar óskaplega mikið í brauð. Grillaða samloku með skinku og osti, steikta eggjasamloku með skinku, osti og chillisultu og hlynsírópi ofan á, gróft rúnstykki með osti. Mig langar samt ekkert í sætabrauð eða sælgæti, kannski bara súkkulaði. Mmm... bounty *slef*

Ég ákvað að gera tilraun II í brauðbakstri, sem heppnaðist alveg ágætlega. Síðasta brauð sem ég gerði var frekar vont. 

það er svo merkilegt samt að ég gleymi alltaf sætunni þessa dagana.  Ég mundi ekki eftir að setja smá slettu af hlysírópi í brauðið en það kom ekki að sök. 

Ég setti 2 dl af haframjöli í matvinnsluvél og lefði henni að rífa það í sig. Þegar mjölið var orðið sæmilega fínt setti ég salt, svartan pipar og tsk af vínsteinslyftiduft og hrærði smá, setti svo eitt egg og smá mjólk og leyfði vélinni hræra þessu saman. Deigið var frekar þunnt þannig að ég þykkti það aðeins með rúgmjöli. Ég setti bökunarpappír á pizzaofndisk, smurði þessu frekar þykkt á (þetta var vel blautt) og bakaði þetta í einhvern tíma (gleymdi að tékka á tímanum). Úr varð frekar gróft og gott brauð sem ég smurði með íslensku smjöri og skellti ost á herlegheitin. 

Bæjæbæbæbæbæ

 


Glútamín og meltingarsjúkdómar

l_glutamine_diagram.jpg

Ég veit að mesta spennan við að lesa þetta blogg er að lesa um hvernig mér líður, það er svo skemmtilegt aflestrar. Hausverkur, þreyta og almenn leti. Um daginn eftir 12 tíma vinnu og klst í ræktinni var ég farin að sjá ljósdíla til hliðar við mig. En ég svaf loksins eins og steinn þá nóttina, hef sofið litið og laust undanfarið. 

Eitt af þeim fæðubótarefnum sem ég er að taka inn er glútamín

Ég þarf að leggjast yfir google og kanna með afeitrunaráhrif, þ.e. hvort þau eigi sér stað og hvernig þau lýsa sér. Í dag gramsaði ég í google eftir rannsóknum á glútamíni og þeim staðhæfingum að þetta tiltekna prótein geri við meltingarveginn, þá sérstaklega hjá fólki með Chron's, IBS eða IBD

Ég fann nokkuð margar rannsóknir sem gáfu góða raun á rannsóknum á rottum, niðurstöðurnar voru almennt ekki eins jákvæðar þegar kom að mönnum. Ég viðurkenni fúslega að ég las þessar rannsóknir ekki spjaldana á milli og ég lá ekki tímunum saman að reyna að finna jákvæðari rannsóknir, þær hljóta að vera þarna einhverstaðar. 

Hér er rannsókn á áhrifum glútamíns á chron's. 18 börn voru rannsökuð, sum fengu glútamínríkt fæði en hin ekki, í 4 vikur. Í þessari rannsókn virtist glútamínríkara fæði hafa minni áhrif en próteinrýrt fæði. 

Hér er önnur rannsókn sem segir það sama, enginn munur. 

Hér er rannsókn á fólki með IBS, hér var engin bæting á einkennum. 

Að öðru leyti á glútamín þátt í uppbyggingu á slímhúð og gæti hentað betur fólki með viðkvæma slímhúð, t.d. við magasári og öðrum slímhúðarvandamálum. 

Ekki alveg nægilega vandaður pistill hjá mér, má vera að ég lagi hann fljótlega. Oftast þegar ég sest niður og er byrjuð að skrifa pistil þá villja vinir fá athygli og ég hendi upp hálfkláruðu efni í stresskasti. 

Bæjæbæbæbæbæ


Hakkabollur og graskersmús

21318-clipart-illustration-of-a-sad-and-depressed-gloomy-man-sulking-and-walking-under-a-rain-cloud1.jpgÉg er ekki sama andlega hrúgaldið en ég á erfitt með að koma mér af stað eða hefja eitthvað verk. Ég er ekki glöð og spræk eins og vani er en mér líður ekki illa. Ég held ( eða vona ) að það sé að koma smá líf í hrúgaldið. 

Ég var að horfa á myndina "fat, sick and nearly dead", fyrri helmingurinn er fínn en þegar líður á myndina þá er vert að taka upp nokkra vasaklúta - þá af einskærri gleði. Þessi mynd er um mann sem er feitur, veikur og óhamingjusamur og ákveður hann að fara á 60 daga safaföstu. Í ferlinu rekst hann á annan mann sem er virkilega feitur, virkilega óhamingjusamur og þjáist af sama sjúkdómi og sá fyrrnefndi, og býðst til að hjálpa honum. Sá hringir nokkrum mánuðum seinna og þiggur hjálpina. Umbreytingin er ótrúleg, þá sérstaklega í fasi. Næringin skiptir miklu, það sést vel í þessari mynd :)

Annars hafði ég það af að elda afar góðan kvöldverð, eina sem gerðist var að ég skutlaði einum disk í gólfið (ég var ekki að leika mér með leirtauið!). Meira að segja unglingnum, sem finnst hakkabollur ekki góðar, fannst þetta gott. Nema hún borðaði hrísgrjón, hún alfarið neitaði að smakka músina. 

Mér fannst ekki spennandi tilhugsun að nota rúgmjöl eða hafra í bollurnar þannig að ég prufaði að nota hrökkbrauð (ryvita dökkan rúg)

3 sneiðar af hrökkbrauði setti ég í matvinnsluvél og úr varð gróft mjöl. Síðan bætti ég við 2 eggjum og ca 300 g af hakki, smá salti og kjúklingakryddi frá pottagöldrum (best í heimi). Þetta hrærði ég, bara með vélinni,  þar til góður massi myndaðist.

Ég skar grasker niður í stóra bita og sauð það.

Teskeið notaði ég til að móta litlar bollur úr hakkdeiginu og setti þær á pönnu, þurfti nokkur holl. Hinar biðu bara á disk meðan ég kláraði að steikja, síðan setti ég allar á pönnuna aftur, lok yfir og leyfðu þessu að brasa í nokkrar mínútur. Þegar þetta var fullsteikt malaði ég smá svartan pipar yfir. 

Graskerið stappaði ég með kartöflustappara (gaffall dugar fínt líka), setti slurk af hituðum rjóma, smá hlynsýróp og ca 2 tsk af smjöri. Hrærði með látum og hafði kjarkinn í að smakka, bara nammi gott. Það er líka hægt að nota bara mjólk, ég notaði rjóma því hann er kominn á tíma.

Á morgun verður síðan grjónagrautur úr brúnum hrísgrjónum með smá kanil út á.

Bæjæbæbæbæbæ 

 


Blómkálspizza

Ja svei, aldrei hefði mér dottið í hug að pizzabotn úr blómkáli gæti smakkast vel. Blómkál kemur á óvart, ég man ekki eftir öðru á mínum yngri árum en að blómkál hafi bara verið soðið eða haft í súpu. Mér finnst það ægilega gott t.d. raspað smátt og steikt á pönnu þangað til það verður smá dökkt og stökkt, hægt að vera með svoleiðis í staðin fyrir grjón.

Á pizzuna setti ég smá tómatpúrru og agnarögn af olíu, ost, skalotlauk, púrrulauk, hvítlauk og chillialdin. Eftir bakstur setti ég ferskt spínat ofan á og át svei mér þá með bestu lyst. 

 

Bæjæbæbæbæbæ


Hluti af programmet?

stomach-pain.pngEr það hluti af programmet að líða frekar illa? Ég er búin að vera ægilega samviskusöm að snæða einungis leyfilegar fæðutegundir, sem minnir mig á að ég ætti kannski að deila listanum með ykkur. Fyrst ætla ég að ræða nauðsynlegt vol og væl, kvart og kvein.

Fyrir utan þetta venjulega vesen með magann (sem mér finnst vera að fara aftur í gamla farið) þá er aumingja höfðinu eitthvað þungt fyrir. Ég er einnig eitthvað ægilega andlaust hrúgald, en þrátt fyrir það er ég ansi óþreytt. Ég á erfitt með að sofna, auðvelt með að vakna og mikið auðveldara með að einbeita mér við langa flóknari texta. Hingað til (síðasta 1 1/2 ár eða svo) hefur mér reynst auðveldast að lesa stutta merkingarlausa pistla (sjáðu slitið á lærinu á Cortney Cox!). 

Síðastliðið ár hef ég borðað stóran morgunmat, tvær máltíðir fyrir hádegi, stóran hádegismat, tvær máltíðir eftir hádegi og stóran kvöldmat. Að vísu var ég að æfa frekar mikið og vingaðist við dolluna þess á milli, en ég var alltaf svöng. 

Fyrst þegar ég hóf þessa breytingu myndaðist tómarúm í maganum á mér en nú þarf ég ekki lengur að borða þrjár máltíðir fyrir hádegi og tvær fyrir kvöldmat - ég er mett og góð á milli mála jafnvel af einum ávexti. Ég hef alveg gleymt að kanna hvort ég sé nokkuð að léttast, því má ég alls ekki við. 

Annars er frekar þægileg tilfinning að vera mett.

Hér er svo listinn minn, hann er að mestu eftir listanum í bókinni "Meltingarvegurinn og geðheilsan" (í mínu tilviki er ofvirkni sem fólki er gjarnt að klína á mig og athyglisbrestur samkvæmt prófum á netinu (afar marktækt ég veit ég veit)). Í bókinni er t.d. allt mjöl á bannlista, en hvað ætti ég þá að fá mér í morgunmat? Uppáhaldið mitt er hafragrautur, ég get ekki lifað án hans! 

Grænmeti

Agúrka

Aspas

Blaðkál

Blómkál

Brokkolí

Brunnperla/vatnakarsi

Eggaldin

Grasker

Gulrætur

Hvítkál

Hvítlaukur

Kál

Kúrbítur

Laukar

Næpur

paprikur

Ólífur

radísur

rauðrófur

rósakál

salat

sellerí

sellerírót

spínat

súrsað grænmeti (án aukaefna)

sveppir

tómatar

ætiþistill, franskur

Ávextir

Ananas ferskur

Appelsínur

Apríkósur, ferskar eða þurrkaðar

Avocado

Ber

Döðlur

Epli

Ferskjur

Greip

Kíví

Kumquat

mandarínur

mangó

melónur

Nektarínur

papaja

perur

rabbabari

rúsínur

sítrónur

lime

sveskjur

ugli

vínber

þurrkuð trönuber

Hnetur

Brasilíuhnetur

Heslihnetur

Hnetusmjör

Kasjúhnetur

Kastaníuhnetur

jarðhnetur

Kókoshneta

Möndlur

pekanhnetur

valhnetur

Öll fræ

Hnetur mega ekki vera ristaðar, saltaðar eða húðaðar

Best er að leggja hnetur og fræ í bleyti í um 12 tíma eða skola vel (gæti verið gró)

Baunir

Hvítar þurrkaðar (navy)

Strengjabaunir

Linsubaunir,

Limabaunir

Ertur, þurrkaðar eða ferskar

Ostar

Blámygluostur

Brie

Brick ostur

Camembert

Cheddar

ostur

Colby

Edam

Gorgonzola ostur

Gouda

Havartí ostur

Kotasæla

Limburger ostur

Monterey (jack) ostur

Muenster ostur

parmesan

port du salut ostur

Romano ostur

Roquefort ostur

Stilton ostur

Swiss ostur

Aðrar mjólkurvörur

Nýmjólk

Rjómi

Íslenskt smjör

Hrein jógúrt, helst heimatilbúin

Krydd

Öll hrein krydd, hreinar blöndur – ekki eldri en ársgömul

 

Engiferrót, fersk

 

Annað

Epla- og vínedik

Gin

Hlynsíróp

Hunang, náttúrulegt

Jurtate

Kaffi

Kapers

Kanill

Kakó, hreint

Kókosmjólk og olía

Kaldpressuð extar virgin ólífuolía

Viskí

Sulta, sykurlaus (St. Dalfor)

þurrt vín (rautt eða hvítt)

Vodka

Kjöt

Dúfa

Egg (helst hrá rauða)

Fasani

Fiskur (ferskur eða frosinn, niðursoðinn í eiginn safa eða olíu)

Fuglakjöt

Gæs

Kalkúnn

Kjúklingur

Kornhænur

Lamb

Naut

Skelfiskur

svín

villibráð

önd

Mjöl

Haframjöl

Hrísgrjón, brún og rauð

Maizenamjöl

Rúgur

Bæjæbæbæbæbæ

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband