Dagur 4

Mér telst að það sé dagur fjögur í dag. Það gekk allt ægilega vel í gær, ég  varð alveg hroðalega svöng um kvöldmatarleytið og ákvað að henda saman í eina góða ommilettu í stað þess að falla í freistni. Ég hrærði saman þrem eggjum, stráði yfir nokkrum þurrkuðum chilliflögum, raspaði hvítluksrif yfir, saxaði púrrulauk og skellti honum ofan í ásamt tveim lúkum af spínati. Þetta steikti ég síðan og úr varð þessi ægilega girnilega kaka.

Hún bragðaðist ógeðslega, það var blautt, svampkennt brunabragð af henni *hrollur*. Í stað þess að fara að grenja og hlaupa út og kaupa mér hamborgara át ég hrökkbrauð með hnetusmjöri og epli (það er hrikalega gott). Ég  hallast að því samt að ég þoli ekki hneturnar, ég þarf að taka prufu á það. Þá þarf ég að kaupa rakadræga vasaklúta því ef svo er þá mun ég úthella tárum. 

Í gærkvöldi ákvað ég að svindla pínupons, ég fékk mér ís úr vél í box (án alls). Rjómaísinn er heldur betri því í jurtaís er töluvert meiri sykur, plús að þú færð A og D vítamín úr rjómanum, en E vítamín úr jurtaís.

Stuttu seinna iðaði ég eins og ormur í sófanum af pirring í líkamanum, þá sérstaklega fótunum. Ég barði skönkunum aðeins í sófann, svona ef ske kynni að ég næði að lemja vit í líkamann. Það hafðist stuttu seinna því pirringurinn leið hjá. 

Ég hef minna orðið vör við fótapirring eftir að ég fór að hallast að hollari mat. Hér áður var ég liggjandi í rúminu í æðistkasti, berjandi fótleggjum, handleggjum og jafnvel höfði í rúmið eins og krakki í æðiskasti því hann mátti ekki fá ís. Gott að vera að mestu laus við þennan fjanda. 

Mér líður í dag eins og ég sé með feita putta og andlitið á mér stækkaði um tvö númer eða svo. Ætli það hafi verið ísinn? Hvernig verð ég þá eftir páskaeggja átið, ef svo er raunin!? Já, ég ætla að fá mér eitt páskaegg - Nóakropp egg meira að segja, ég fer varla til helvítis af smá súkkulaði. 

Eða það vona ég. 

Bæjæbæbæbæbæ

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband