Á mínu heimili er skyndibiti einu sinni í mánuði, svona allajafna. Pulsa til eða frá telst ekki með og ekki hollari útgáfur. Afkvæmið kom með þá hugmynd í gær að það yrði pizza í matinn, ég var búin að ákveða það að sjálfsögðu að hún fengi skyndibitann en ég bara blómkál og salatblöð.
Ég er ágæt í rökræðum og náði að sannfæra sjálfa mig með ágætis rökum að ég gæti alveg fengið mér smá pizzu, það er jú alveg lágmark hálft ár þangað til ég fæ að bragða á þeirri dýrð aftur.
Þessi litla pizza sem ég ætlaði að bragða á varð í lok kvölds að einni miðlungs Dominos, rúmlega hálf pizza í kvöldmat og restin fyrir svefn. En mikið assgoti var þetta gott. EN nú þýðir ekkert að hrasa aftur, það er ekkert annað í boði en blómkálspizza!
Um kvöldið var ég með liðverki, feita putta og í mikilli sykurþörf. Ég fékk mér nokkur þurrkuð bláber, þurrkuð trönuber og eina fíkju. Hvort þetta séu sérstök einkenni af pizzuáti kemur í ljós með tímanum, en neikvæðar hugsanir tengi ég við neyslu á óhollu fæði. Ég hef tekið eftir því að þegar ég gúffa í mig allskonar drasli þá líður mér illa andlega, hugsanir mínar verða neikvæðar, ég verð afar reið við allt og alla og vökva jafnvel koddann í brjálæðinu. En hvort það lagist kemur í ljós með tímanum bara.
Þurrkuðu trönu- og bláberin sá ég um daginn að eru með sykri. Ég ætla þrátt fyrir það að halda mig við þau þar sem þau eru góð í sykurstjórnun, þ.e. mig langar ekki í nammi eða óhollan mat eftir neyslu þeirra. Kjúklingabringur ætla ég einni að hafa á borðum þrátt fyrir að það sé sykur í þeim. Það er mjög erfitt að taka hann 100% út. Hafið þið lesið innihaldslýsingar á frosnum kjúklingabringum? Júrósjopper bringurnar eru 80% kjöt en íslensku bringurnar 90% kjöt. Ég get lítið annað sagt en WTF!?
Hefurðu einhverntímann spáð virkilega í innihaldslýsingar á matnum sem þú ert að kaupa? Það er annaðhvort sykur eða sykurstaðgengill í bóðurpartinum af tilbúnum mat. Jafnvel í hollustuhillunum, þar er agave sýrópi eða hrásykri troðið í matinn. Það er hvergi óhullt fyrir sykurinnrásinni, þetta er okkar Mars attacs.
Hollustugúrúrar bölva einnig hveiti en troða spelti í allt, en spelt er bara ein tegund af hveiti. Má vera að sumum líði betur af að borða spelt (spelt fer illa í mig), en mér finnst undarlegt að bölva einni tegund en mæra aðra og selja hana svo dýrum dómum. Næringarlega er lítill munur, hveiti er kalk- og trefjaríkara en spelt járn- og fituríkara sem dæmi. Þá er ég að tala um heilhveiti og heilspelt.
Í kvöld ætla ég að bita kjúklingabringu og steikja hana á wok ásamt grænmeti og rauðum hrísgrjónum. Þetta verður kryddað með karrý, tamari sósu og sweet chillisósu sem ég ætla að klára, ég tími ekki að henda mat. Ég þarf að gera tilraunir í eldhúsinu og malla mína eigin sætu cillisósu.
Bæjæbæbæbæbæ
Flokkur: Lífstíll | 6.4.2012 | 14:44 (breytt kl. 14:53) | Facebook
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.