Mér til mikillar ánægju var ég búin að finna gómsæta uppskrift af leyfilegum eftirrétt, RAW vegan köku. Þetta lítur mjög vel út allt saman og girnilegt að sjá. Ég lagði reyndar hnetur, möndlur og döðlur í bleyti yfir nótt og ég notaði valhnetur. Annars fór ég að mestu eftir uppskrift.
Matvinnsluvélin sem ég á er algjört drals. Hún rétt svo nartar í matinn og hendir honum svo upp að vegg rétt svo bituðum vel gróft. Það slapp með botninn en með kremið var annað mál. Ákvað ég því að skella kreminu í blandarann og bæta rjóma við. Blandarinn réði ekkert svo vel við þetta, enda ekkert gæðamerki. Í einni hrærunni gleymdi ég að setja tappann á lokið, það tók mig smá stund að fatta af hverju lófinn á mér varð öll útí mauki þar sem ég notaði hann sem tappa.
Kremið hafðist að mestu, smá avocado bitar hér og þar hljóta að sleppa. Kremið fór ekki allt alveg ofan á kökuna, slatti slettist á hendina á mér, veggina og borðið. Það er nefnilega þannig oft á tíðum að þegar ég stíg inn í eldhús þá fer heilinn á mér í "failure mode". Stundum, ekki oft, en stundum heppnast eldamenska glimrandi vel. Bakstur - í kannski 1% tilvika. Jú þetta er ætt en, já bara en. Ég vona að ég sé góð í rúminu því annars er von á að ég verði piparjúnka það sem eftir er.
Kakan er aðeins verri en sæmileg á bragðið, ég get étið þetta með herkjum.
Eldhúsið núna er eins og tveir fimm ára krakkar hafi ákveðið að elda matinn í óþökk mömmu, ég var elda. En maturinn bragðaðist ægilega vel, og leit vel út líka.
Hamborgari (án brauðs en með osti) með tómatsalsa og fersku salati. Hamborgarinn var aðeins of kryddaður, en salsað bjargaði þessu. Tómatsalsað átti að vera tómatsósa samkvæmt uppskrift en hey - tómatur túmatur.
Ég læt fylgja með uppskrift af salsanu
2 tómatar, tekið innan úr þeim
1 hvítlaksrif
1/2 laukur (var frekar mikið samt)
salt
svartur pipar
1/2 chillialdin
basilíka
1 msk olía
1 msk rifinn sítrónubörkur
Ég setti þetta allt saman í lélegu matvinnsuvélina mína, þetta kom ágætlega út þaðan (nema ég saxaði hvítlauk og chilli). Annars er hægt að beita hnífnum listilega vel á þetta allt saman.
Bæjæbæbæbæbæ
Flokkur: Lífstíll | 7.4.2012 | 21:25 (breytt kl. 21:26) | Facebook
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.