Ég veit ekki hvort það hafi verið páskaeggið, en einbeitingin hjá mér hefur verið þrusugóð í dag. Svona upp að vissu marki, ég var búin að leita uppi allskonar rannsóknir á ofurfæðu og ætla að skrifa pistil um það en eyddi svo öllum bókamerkjum út ásamt vafranum. Ég s.s. gleymdi að geyma linkana á öruggum stað.
Það er þá eitthvað fyrir annan dag, að skrifa hávísindalegan (eða svo til) pistil um allt þetta dótarí sem ég er að fara að borða. Væri gaman ef einhver gæti deilt með mér rannsóknum á fæðu, þá sérsklega því sem markaðsett er sem ofurfæða.
Páskamaturinn á samkvæmt lögum að vera góður. Þar sem unglingurinn neitar að eta litla sæta lambið hef ég annað á boðstólum, ég keypti því unghænu til að hafa á borðum. Hún var svolítið loðin greyið en hey, ég hef heyrt að skinnið sé ekki hollt.
Í bókinni "Meltingarvegurinn og geðheilsan" er eftirfarandi girnilega uppskrift:
"Ítalskur kjötpottréttur
Settu kjöt eða fugl á beini í eldfast mót með loki, fylltu með 2/3 af vatni og bættu við salti, piparkornumog þurrkuðum jurtum eftir smekk, láviðarlaufi og rósmarín. Settu mótið í ofn í 5-6 klst á lágum hita (125-140°). Bættu grænmeti útí þegar 40-50 mínútur eru eftir: blómkáli og brokkolí, heilum rauðum eða hvítum afhýddum lauk, rósakáli og stórum gulrótarbitum."
Þetta gerði ég samviskusamlega eins og wannabe góðri húsmóður sæmir og sauð brún hrísgrjón til að hafa með. Ég gleymdi að vísu að kaupa gos handa unglingnum og að gera ráð fyrir eftirétt, en það mátti bíða næsta dags.
Kjét og með því skellti ég á borðið en unglingnum hryllti við öllum "hárunum". Þar fyrir utan þá vantaði nánst alveg bringurnar, ég hafði ekki eldað hænuna heldur þurrkað hana upp.
Hefurðu smakkað mauksoðinn og blautan lauk? Það er ekki að gera sig. Ég píndi matinn góða í mig og leyfði afkvæminu að steikja sér hamborgara.
Það er smá möguleiki á að það sé hægt að gera sæmilega súpu úr afgangnum.
Bæjæbæbæbæbæ
Flokkur: Lífstíll | 9.4.2012 | 01:28 (breytt kl. 01:29) | Facebook
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.