Ég hafði það ekki í mér að fleygja vondu hænuni og mauksoðna grænmetinu þannig að ég ákvað að búa til kássu í dag. Kássa getur ekki klikkað, er það?
Ég afrekaði það að skera í úlnliðinn á mér með loki á niðursuðudós. Gæti verið að eldhúsið sé að reyna að hræða mig úr eldhúsinu? Ég held ekki að ég sé það lélegur kokkur að eldhúsið leitist við að úthýsa mér, eða það vona ég ekki.
Ég henti öllum afgöngunum í pott, grænmetinu, hænunni, hrísgrjónunum og restinu af soðinu og bætti við hálfum gerlausum grænmetistening, lárviðarlaufi, hálfu sneiddu chillialdini og tómötum úr dós. Kryddaði með smá svörtum pipar og smá salti (svo sem engin þörf á saltinu). Ég leyfði kássuni að malla í opnum potti í um klst og 20 mínútur, eða þar til hún var orðin vel þykk.
Ég bakaði með frekar vont brauð úr höfrum, rúgi, olíu, eggi, mjólk og vínsteinslyftidufti, þarf að endurskoða þessa uppskrift.
Með kássunni hafði ég kotasælu en það var engin þörf á vonda brauðinu því kássan var alveg hrikalega góð á bragðið.
Bæjæbæbæbæbæ
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.