Er það hluti af programmet að líða frekar illa? Ég er búin að vera ægilega samviskusöm að snæða einungis leyfilegar fæðutegundir, sem minnir mig á að ég ætti kannski að deila listanum með ykkur. Fyrst ætla ég að ræða nauðsynlegt vol og væl, kvart og kvein.
Fyrir utan þetta venjulega vesen með magann (sem mér finnst vera að fara aftur í gamla farið) þá er aumingja höfðinu eitthvað þungt fyrir. Ég er einnig eitthvað ægilega andlaust hrúgald, en þrátt fyrir það er ég ansi óþreytt. Ég á erfitt með að sofna, auðvelt með að vakna og mikið auðveldara með að einbeita mér við langa flóknari texta. Hingað til (síðasta 1 1/2 ár eða svo) hefur mér reynst auðveldast að lesa stutta merkingarlausa pistla (sjáðu slitið á lærinu á Cortney Cox!).
Síðastliðið ár hef ég borðað stóran morgunmat, tvær máltíðir fyrir hádegi, stóran hádegismat, tvær máltíðir eftir hádegi og stóran kvöldmat. Að vísu var ég að æfa frekar mikið og vingaðist við dolluna þess á milli, en ég var alltaf svöng.
Fyrst þegar ég hóf þessa breytingu myndaðist tómarúm í maganum á mér en nú þarf ég ekki lengur að borða þrjár máltíðir fyrir hádegi og tvær fyrir kvöldmat - ég er mett og góð á milli mála jafnvel af einum ávexti. Ég hef alveg gleymt að kanna hvort ég sé nokkuð að léttast, því má ég alls ekki við.
Annars er frekar þægileg tilfinning að vera mett.
Hér er svo listinn minn, hann er að mestu eftir listanum í bókinni "Meltingarvegurinn og geðheilsan" (í mínu tilviki er ofvirkni sem fólki er gjarnt að klína á mig og athyglisbrestur samkvæmt prófum á netinu (afar marktækt ég veit ég veit)). Í bókinni er t.d. allt mjöl á bannlista, en hvað ætti ég þá að fá mér í morgunmat? Uppáhaldið mitt er hafragrautur, ég get ekki lifað án hans!
Grænmeti
Agúrka
Aspas
Blaðkál
Blómkál
Brokkolí
Brunnperla/vatnakarsi
Eggaldin
Grasker
Gulrætur
Hvítkál
Hvítlaukur
Kál
Kúrbítur
Laukar
Næpur
paprikur
Ólífur
radísur
rauðrófur
rósakál
salat
sellerí
sellerírót
spínat
súrsað grænmeti (án aukaefna)
sveppir
tómatar
ætiþistill, franskur
Ávextir
Ananas ferskur
Appelsínur
Apríkósur, ferskar eða þurrkaðar
Avocado
Ber
Döðlur
Epli
Ferskjur
Greip
Kíví
Kumquat
mandarínur
mangó
melónur
Nektarínur
papaja
perur
rabbabari
rúsínur
sítrónur
lime
sveskjur
ugli
vínber
þurrkuð trönuber
Hnetur
Brasilíuhnetur
Heslihnetur
Hnetusmjör
Kasjúhnetur
Kastaníuhnetur
jarðhnetur
Kókoshneta
Möndlur
pekanhnetur
valhnetur
Öll fræ
Hnetur mega ekki vera ristaðar, saltaðar eða húðaðar
Best er að leggja hnetur og fræ í bleyti í um 12 tíma eða skola vel (gæti verið gró)
Baunir
Hvítar þurrkaðar (navy)
Strengjabaunir
Linsubaunir,
Limabaunir
Ertur, þurrkaðar eða ferskar
Ostar
Blámygluostur
Brie
Brick ostur
Camembert
Cheddar
ostur
Colby
Edam
Gorgonzola ostur
Gouda
Havartí ostur
Kotasæla
Limburger ostur
Monterey (jack) ostur
Muenster ostur
parmesan
port du salut ostur
Romano ostur
Roquefort ostur
Stilton ostur
Swiss ostur
Aðrar mjólkurvörur
Nýmjólk
Rjómi
Íslenskt smjör
Hrein jógúrt, helst heimatilbúin
Krydd
Öll hrein krydd, hreinar blöndur ekki eldri en ársgömul
Engiferrót, fersk
Annað
Epla- og vínedik
Gin
Hlynsíróp
Hunang, náttúrulegt
Jurtate
Kaffi
Kapers
Kanill
Kakó, hreint
Kókosmjólk og olía
Kaldpressuð extar virgin ólífuolía
Viskí
Sulta, sykurlaus (St. Dalfor)
þurrt vín (rautt eða hvítt)
Vodka
Kjöt
Dúfa
Egg (helst hrá rauða)
Fasani
Fiskur (ferskur eða frosinn, niðursoðinn í eiginn safa eða olíu)
Fuglakjöt
Gæs
Kalkúnn
Kjúklingur
Kornhænur
Lamb
Naut
Skelfiskur
svín
villibráð
önd
Mjöl
Haframjöl
Hrísgrjón, brún og rauð
Maizenamjöl
Rúgur
Bæjæbæbæbæbæ
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.