Hakkabollur og graskersmús

21318-clipart-illustration-of-a-sad-and-depressed-gloomy-man-sulking-and-walking-under-a-rain-cloud1.jpgÉg er ekki sama andlega hrúgaldið en ég á erfitt með að koma mér af stað eða hefja eitthvað verk. Ég er ekki glöð og spræk eins og vani er en mér líður ekki illa. Ég held ( eða vona ) að það sé að koma smá líf í hrúgaldið. 

Ég var að horfa á myndina "fat, sick and nearly dead", fyrri helmingurinn er fínn en þegar líður á myndina þá er vert að taka upp nokkra vasaklúta - þá af einskærri gleði. Þessi mynd er um mann sem er feitur, veikur og óhamingjusamur og ákveður hann að fara á 60 daga safaföstu. Í ferlinu rekst hann á annan mann sem er virkilega feitur, virkilega óhamingjusamur og þjáist af sama sjúkdómi og sá fyrrnefndi, og býðst til að hjálpa honum. Sá hringir nokkrum mánuðum seinna og þiggur hjálpina. Umbreytingin er ótrúleg, þá sérstaklega í fasi. Næringin skiptir miklu, það sést vel í þessari mynd :)

Annars hafði ég það af að elda afar góðan kvöldverð, eina sem gerðist var að ég skutlaði einum disk í gólfið (ég var ekki að leika mér með leirtauið!). Meira að segja unglingnum, sem finnst hakkabollur ekki góðar, fannst þetta gott. Nema hún borðaði hrísgrjón, hún alfarið neitaði að smakka músina. 

Mér fannst ekki spennandi tilhugsun að nota rúgmjöl eða hafra í bollurnar þannig að ég prufaði að nota hrökkbrauð (ryvita dökkan rúg)

3 sneiðar af hrökkbrauði setti ég í matvinnsluvél og úr varð gróft mjöl. Síðan bætti ég við 2 eggjum og ca 300 g af hakki, smá salti og kjúklingakryddi frá pottagöldrum (best í heimi). Þetta hrærði ég, bara með vélinni,  þar til góður massi myndaðist.

Ég skar grasker niður í stóra bita og sauð það.

Teskeið notaði ég til að móta litlar bollur úr hakkdeiginu og setti þær á pönnu, þurfti nokkur holl. Hinar biðu bara á disk meðan ég kláraði að steikja, síðan setti ég allar á pönnuna aftur, lok yfir og leyfðu þessu að brasa í nokkrar mínútur. Þegar þetta var fullsteikt malaði ég smá svartan pipar yfir. 

Graskerið stappaði ég með kartöflustappara (gaffall dugar fínt líka), setti slurk af hituðum rjóma, smá hlynsýróp og ca 2 tsk af smjöri. Hrærði með látum og hafði kjarkinn í að smakka, bara nammi gott. Það er líka hægt að nota bara mjólk, ég notaði rjóma því hann er kominn á tíma.

Á morgun verður síðan grjónagrautur úr brúnum hrísgrjónum með smá kanil út á.

Bæjæbæbæbæbæ 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband