Það er stóra spurningin, er raunin sú að ég sé að upplifa fráhvarfseinkenni? Vísindalega hefur þetta ekki verið rannsakað, þ.e.a.s. hvort við upplifum fráhvarf af sykri, hver einkennin séu og hve lengi þau standa. Rannsókn á rottum gaf til kynna fráhvarf, þær sýndu kvíðamerki og tannglamur þegar sykurríka fæðið var tekið af þeim. Það merkilega er er að þær sýndu svipaða hegðun og rottur í fráhvarfi af eiturlyfjum.
Það er þrátt fyrir það talið vera svo. Samkvæmt wiseGEEK er möguleiki á að fá einkenni eins og orkuleysi, mikla sykurþörf, kvíða, þunglyndi og jafnvel flensulík einkenni, og að þau einkenni standi í nokkrar vikur. Talið er að taka eigi sykurfráhvörf jafn alvarlega og fráhvörf annara fíkniefna, allavegana frá andlegu sjónarmiði.
Flestar síður sem ég skoðaði lýsa einkennum eins og höfuðverk, þreytu, svefnörðugleikum (of mikill svefn eða of lítill), andleg þjáning, reiði, kvíði, þunglyndi, ógleði og uppköst.
Af fráhvarfseinkennum hveitis eru ofantalin einkenni sem og verkir í liðum, heilaþoka og einkenni frá meltingarfærum.
Mín einkenni hafa verið mikil spenna í vöðvum við eyru, leti (eða athafnaleysi), svefnörðugleikar, verkir í liðum úlnliða og olnboga, andleysi og depurð (ekki beint þunglyndi), þurr slímhúð og skita (man ekki eftir fleirum). Skitan getur þó verið af fæðu sem ég þoli ekki, ég ætla að hinkra með að kanna það í nokkrar vikur. Hvort þetta séu einkenni fráhvarfs kemur í ljós á næstu vikum.
Fótapirring fæ ég á nóttunni ef ég drekk mjólk seint á kvöldin. Ég tengi það helst við kalkmagn, ég hef alltaf fengið mikinn fótapirring ef ég tek inn kalk seint á kvöldin.
Þau einkenni sem ég hafði þegar ég var sem verst voru:
Einkenni frá meltingarfærum, slæmir verkir og/eða smjörkenndar hægðir eða niðurgangur
Einkenni frá lungum, ég lét kanna þau oftar en einu sinni en ekkert kom í ljós
Einkenni frá hjarta, það var tekið hjartalínurit og ég var tengd holter (sólarhringsmæli) en ekkert kom í ljós
Ég átti afar erfitt með einbeitingu og minni
Sinnuleysi var stundum algjört
Mikill þurrkur í slímhúð
Kláði
Fótapirringur
Þunglyndi og grátgirni
Verkir í eggjastokkum
Eftir vinnu, þegar ég hafði heilsu til að mæta, var rúmið besti vinur minn. Ég var harðgift rúminu í örugglega hálft ár - og þáttaröðum því ekki hafði ég einbeitingu í að lesa.
Mér leið mjög vel eftir að ég hætti að borða aðal óþolsvaldana, en líður örlítið ver eftir að ég tók út hveiti og sykur. Ég kvarta samt ekki (þó þetta blogg kunni að snúast um það), ég get farið í ræktina, sleppt því að leggjast í rúmið og lesið.
Bæjæbæbæbæbæ
Flokkur: Lífstíll | 20.4.2012 | 12:09 (breytt kl. 12:13) | Facebook
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.