Áðan var ég í öskrandi þörf fyrir nammi. Öskrandi þörf lýsir sér þannig að líkaminn biður um eitthvað og það endar sem munnleg og hávær bæn um þetta tiltekna efni.
Sem óð hóf ég að gúgla uppskriftir að súkkulaðimús, það gat ekki annað verið en að ég fyndi einfalda og fljótlega uppskrift sem ég gæti hent saman með leyfilegu hráefni.
Sem ég gerði!
Ég þeytti tvær eggjahvítur upp í topp, bætti við smá hlynsýrópi.
Við eggjarauðurnar tvær sáldraði ég tveim matskeiðum af kakói og það festist allt saman í pískaranum. Þetta var þéttur massi og ég var í mesta basli með að ná þessu úr þar sem þetta var gormapískari. Þetta hafðist með smá slettu af rjóma.
Kakóblandinu bætti ég út í eggjahvíturnar og sett í kæli á meðan ég skrapp í heimsókn að horfa á IDOL.
Þetta var ekki þétt og flott eins og á myndinni, frekar vatnskennt og skildi sig. Mér þykir svo sem ekkert sérlega leiðinlegt að þurfa að finna mig í þessari uppskrift því þetta var bara nokkuð gott.
Næst á dagskrá er að búa til konfekt.
Bæjæbæbæbæbæ
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.