Ég sver að lyktarskynið hefur stórbatnað, ég allavegana finn mikla lykt af bökuðu góðmeti.
Ég sté inn í bakarí um daginn og aldrei áður hef ég fundið jafn sterka lykt af þessu dásamlega góðmeti, lykt af brauði og snúðum fyllti vit mín. Ég fékk mér samt bara súpu.
Í gær gekk ég framhjá kleinum og kaffi á brúsa, lyktin af kleinunum var yndislega góð en kaffilyktin vond, enda iðnaðarkaffi.
Þannig er það, ég finn orðið betur lykt af bakkelsi, hef ekki tekið eftir öðru.
Ég er enn að erfiða við að finna út mat sem ég þoli illa, hugsanlega verð ég að taka út ýsuna eða jafnvel grasker. Ég átti mjög vondan dag í vikunni þar sem ég var afar þreytt, reið út í allt og alla og var gráti næst í vinnunni.
Næst á dagskrá er að borða í "rúllum". Þ.e. ég rúlla mat í 4 daga, annaðhvort með því að borða það sama í fjóra daga eða aldrei það sama í fjóra daga og byrja svo upp á nýtt (þ.e. sami matur dag eitt og fimm o.s.frv.).
Það eina sem er erfitt við þetta er að ég tími ekki að sleppa því að borða hafragraut, það er algjörlega uppáhalds maturinn minn.
Ég borða tröllahafra (helmingi ódýrari á kg en seríós ef einhver ætlar að taka andköf yfir verði), 1 tsk af chiafræjum, smá kanil, lúku af frosnum bláberjum, husk og rjóma. Þetta er bara gott og með rjómanum verð ég lengur södd.
Fita er ekki fæða frá kölska heldur heldur tefur hún fyrir meltingu, þannig verðum við fyrr södd og lengur.
Eða sum fita er frá kölska komin, en það er ekki smjör og rjómi.
Sveittur borgari og franskar er kölskafæði.
Þegar þetta prógramm hjá mér er búið (eftir ca hálft ár) ætla ég að sleppa kölska lausum og fá mér pulsu með tómat sinnep og steiktum og kókómjólk.
Bæjæbæbæbæbæ
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.