Ég leita eftir og les mikið af heilsutengdnum greinum. Ég gramsa og gramsa á netinu í leit að skemmtilegum æfingum sem geta hjálpað mér í að bæta þol, auka styrk, bæta jafnvægi, samhæfingu og byggja góða heilsu.
Einnig leita ég eftir og les mikið um heilsusamlega næringu.
Jafnframt að vera skemmt yfir efninu verð ég oft ansi súr, áheyrslan er 99% á þyngdarmissi. Ég sit oft fyrir framan tölvuna með "hvur þremillinn" svip á andlitinu.
Mér þætti gaman að sjá sömu greinarnar með jákvæðari áheyrslum, þyngdarstjórnun - eþs - megrun er ekki, að mínu mati, jákvæð nálgun.
Mér þætti gaman að sjá fyrirsagnir eins og "auktu -hreysti, -þol, -styrk, -orku, -kraft o.s.fr.v. með þessum æfingum / mat".
Við þurfum ekki öll að grennast, ekki einu sinni fólk sem er með nokkur aukakíló á sér og því þá síður grannt fólk. Við þurfum mörg okkar að auka hreysti, og það er það sem áheyrslan ætti að vera á, að mínu mati.
Manneskja í yfirþyngd sem á hættu á að þróa með sér heilsufarsleg vandamál mundi þá beina áheyrslum sínum á að vinna að góðri heilsu, ekki á að vera mjó.
Manneskja í undirþyngd sem á hættu á þróa með sér heilsufarsleg vandamál mundi þá beina áheyrslum sínum á að vinna að góðri heilsu, ekki að vera mjórri.
Manneskja í þokkalegri þyngd sem á hættu á að þróa með sér heilsufarsleg vandamál mundi þá beina áheyrslum sínum á að vinna að góðri heilsu, ekki safna rusli innra með sér.
Með þessu er ég ekki að segja að við eigum að éta grænkál með laxi á spínatbeði og engri sósu eftir klukkustundar hlaup og hálftíma lyftingar.
Borðaðu 80% heilsubætandi, findu hreyfingu sem er skemmtileg eða til bóta.
Ef það kemur hor með "þetta er svo erfitt" vælinu, snýttu þér þá bara og haltu áfram.
Bæjæbæbæbæbæ
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.