Í mango chutney er 46% sykur. Er matur almennt virkilega svo vondur að það þurfi að byggja hann á sykri? Í alvöru, hvað er að?
Ég bjó til mitt eigið mangó chutney og það var frekar spes að finna ýmis brögð, það var ekki bara sætt bragð eins og venja er orðið af matnum okkar.
Ég var með 2 lúkur af frosnu mangói sem ég leyfði að þiðna aðeins. Þessu henti ég í matvinnsluvél ásamt tveim hvítlauksrifjum, hálf chillialdini og u.þ.b. matskeið af hlynsýrópi. Síðan hrærði ég við þetta tveim góðum matskeiðum af grískrí jógúrt og úr varð fínasta sósa.
Ég var með savoy kál, sem er frekar spes í svona vefju. Ég fann ekkert gott salat annað en jöklasalat og mig langaði ekki í jöklasalat. Ég þarf að leita betur að góðu salati til að nota í svona.
Tómatar, agúrka og paprika vel skorið var hent ofan í ásamt steiktum kjúklingabringubitum.
Hrísgrjónin gleymdust, þau verða með næst.
Bæjæbæbæbæbæ
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.