Vegurinn

transfagarasan_twisty_road.jpg

Leiðin markmiði er ekki bein, það þarf að ganga veg fullan af hindrunum. Ef maður hugsar með sér "hér er markmið, ég geng beint að því" er næsta víst að maður detti ofan í holuna á veginum og sitji þar bara. Leiðin að markmiði er líkari þessum vegi hérna - og gengið er upp í móti ekki niður á við. 

Að því sögðu, ég fékk mér samloku í grilli og muffins. Og smá nammi. Eitt af uppáhaldsnamminu mínu er bounty, í vinnuni í gær var nammidós sem búið var að klára allt úr - nema eitt lítið bounty sem beið eftir mér á borðinu. 

Ég trúi ekki á guð en ég þorði ekki öðru en að hlýða og borða þetta blessaða nammi. 

Afleiðingarnar að sjálfsögðu hafa verið kláði, slímhúðarþurrkur og vond kúkafýla. Kúka- og prumpufýla á almennt ekki að vera svo vond, það merkir oft að það sé eitthvað ekki í lagi. 

En þá er næsta skref bara að ég snýti mér og sný mér aftur að markmiði mínu, gera eins vel og ég get vitandi það að ég á eftir að hvíla mig á leiðinni upp. 

Ég var að hugsa um fyrst að ég er byrjuð að svindla hvort ég ætti ekki að fá mér eitt pipp? Pipp er svo gott. 

Bæjæbæbæbæbæ


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband