Soðin eggjarauða veldur því að kokið á mér umhverfist og gerir heiðarlega tilraun til að komast út með það miklum látum að maginn ætlar með.
Að því sögðu er skiljanlegt að ég hafi ekki lagt í að slafra hráa eggjarauðu, enda ólystug með öllu.
Í bókinni "melt og geð" er talað um að egg séu góður og hollur matur og að líkaminn melti betur hráa eggjarauðu, en ekki eggjahvítu (ég nennti ekki að leita að rannsókn sem styður það).
Af því að ég er svo hlýðin og góð kerling þá ákvað ég að láta af aumingjaskapnum, linsjóða egg og éta blessaða eggjarauðuna og það hráa. Ég var að sjálfsögðu tilbúin með eldhúspappír til að þerra tárin sem brytust fram meðan ég væri að venjast að eta eggjarauðu.
Engin voru tárin samt og ég náði að halda kokinu nokkuð stöðugu fyrst um sinn.
Þau undur og stórmerki gerðust svo að ég hóf að elska linsoðnu eggin mín og ég stend mig að því að hoppa og klappa af spenningi meðan ég bíð eftir að eggin soðni.
Upp frá því hóf ég að finna út hvernig ég gæti soðið hið fullkomna linsoðna egg. Egg þar sem rauðan er alveg hrá en hvítan alveg soðin.
Næringarfræðikennarinn minn sagði eitt sinn að til að fá prótein til að hlaupa þá ætti að setja mat í heitt vatn, t.d. fisk og kartöflur, þá héldust næringarefnin betur inni.
Hví ekki að gera þetta við eggið? Hleypa suðu upp á vatni, skella eggjum út í og leyfa þeim að sjóða í *5:45 mínútur - afraksturinn? Hið fullkomna egg.
Bæjæbæbæbæbæ
*Breytt, var 5 mín
Flokkur: Lífstíll | 12.5.2012 | 23:27 (breytt 26.5.2012 kl. 09:12) | Facebook
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.