Morgundagurinn er dagurinn sem allt á að gerast. Eða jafnvel mánudagur í næstu viku (sagt á mánudegi), eða fyrsti næsta mánaðar - eða áramót.
Smáverkefni hlaðast upp af því að ég ætla að gera þau á morgun. Ég safna linkum af vefsíðum af því að ég ætla að skoða þá morgun, ég safna bókum og ætla að skoða þær á morgun, ég drasla til í skápum af því að ég ætla að laga til á morgun, ég hendi dót í geymslu og ætla að taka þar til á morgun og svo framvegis.
Ég keypti mér fyrir nokkrum árum bók sem nefnist "Á morgun segir sá lati" eftir Ritu Emmet. Ég las bókina á einum degi, henti upp lista af verkefnum og kláraði megnið af þeim. Nokkrum árum seinna las ég bókin aftur og sá að ég hafði lagast heil ósköp, ég var ekki sami trassinn en trassi samt.
Nú er ég að lesa aðra bók eftir hana, "burt með draslið". Nú er ég í logandi stuði að fara að taka til heima hjá mér og losa mig við (ó)þarfa drasl (dót).
Verkefnalistar eru leiðinlegir, þú horfir eftir listanum og sérð allt sem þú átt eftir. Þess vegna bregð ég á það ráð þegar ég á mikið af ókláruðum verkefnum að skrifa á litla miða, brjóta þá saman og draga.
Ég dreg einn miða, klára það verkefni og er svo spennt að sjá hvað kemur næst upp úr hattinum.
Bæjæbæbæbæbæ
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.