Hinn mikli morgundagur II

1048652-royalty-free-rf-clip-art-illustration-of-a-cartoon-black-and-white-outline-design-of-a-man-striding-into-to.jpgAf 12 miðum eru 7 búnir, það strandar allt á að fara í gegnum emailin.

Þá er stóra spurningin, þarf ég að vera á öllum þessum póstlistum? Á ég eftir að ná að lesa þetta? Á ég eftir að nýta mér þetta?

Matarblogg sem dæmi, ég safna uppskriftum sem ég nota aldrei. Þá er málið annaðhvort að nýta þetta eða hætta að safna. Ég á nokkuð mörg gömul gestgjafablöð sem geyma tonn af girmilegum uppskriftum sem ég tel mér alltaf trú um að einn daginn muni ég nota. Síðan eru liðin nokkuð mörg ár. 

Dralshreinsun snýst einmitt um þetta - halda og nota eða henda/gefa. 

Af hverju er svona erfitt að losa sig við drasl? Dóttir mín heldur fast í matardiska af því að henni finnst þeir flottari en þeir sem hentar betur að nota. Hví? 

Geymslan er eftir: gömul boxdýna, trilljón gamlir bangsar, slatti af snúrum, gamlar myndir sem munu ekki fara aftur upp á vegg, enn meira af snúrum - þetta eru gull sem aðrir verða að fá að njóta. 

Ég er einnig búinn að vera í draslhreinsun í fæðunni, þ.e.a.s. ég er búin að vera að hreinsa drasl upp í mig. Afleiðingin er sú að ég ligg fyrir á kvöldin af kvölum. Nú er bara að koma sér aftur á beinu brautina, 2ja daga verkjakast dugir vonandi til. 

Bæjæbæbæbæbæ


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband