Ofurskipulagning

cry.gifJæja gott fólk. Ég neyðist, að ég veit ykkur til mikillar óánægju, til að taka mér bloggpásu í júní.

Dagarnir verða langir og strangir og þarf ég á sunnudegi að skipuleggja og elda fyrir vikuna. 

Það er ekkert hlaupið að því að grípa eitthvað í gogginn þessa dagana, því þá síður að ég geti farið að éta eitthvað drasl þegar ég þarf sem mest á minni orku og einbeitingu að halda. 

Þangað til næst geturðu sungið þennan fína texta, þegar þú skríður fram úr á morgnanna, sem ég samdi einvern tímann fyrir alltof löngu síðan (ég var einu sinni alltaf að semja eitthvað bull). Þetta fann ég í tiltektaræðinu mínu. 

Lag: súrmjólk í hádeginu
Texti: Klisja bullari

Mygluð á morgnanna svo meikuð allan daginn
tommuþykkt af varalit og naglalakk í stíl
níþröngar sokkabuxur svo haldist inni maginn
ég storma niður stigann og út í bleikann bíl

Ég ákvað að henda saman einni vísu fyrir karlana líka, gengur ekki að einungis konur geti raulað í fjarveru minni

Myglaður á morgnanna og myglaður á daginn
tommþykkt af skeggi og fötin ekk'í stíl
alltof lítið mittismál svo lekur niður maginn
ég álapast niður stigann og út í bláan bíl

Bæjæbæbæbæbæ


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband