Ég er hrædd við karlmenn

scared.jpgDagsatt, ég er skítlogandi hrædd. Mér finnst afar óþægilegt að tala við eða um karlmenn. 

Sjáið til, ég er einhleyp kona. Ég kíki að sjálfsögðu laumulega í kringum mig eftir vænlegum bitum, blikka kannski einn og einn en er ekki að vonast eftir að allir kallar sem á vegi mínum verða gætu möguega verið vonbiðlar. 

Annað er að segja um þá sem eru í kringum mig. Þetta lið er með allar klær úti. Mér er ekki frjálst að tala um, tala við eða ganga framhjá karlmanni án þess að þetta lið andi inni eyrað á mér "hellú missý *blikk blikk*."

Mér varð á að minnast á að ég væri að æfa með kunningja mínum eitt hádegið. Augu samferðafólks mín stækkuðu og þau spurðu með áfergju "er 'ann sætur?"

"Tja, hann er alveg fínn, hann á sko konu." 

Ég spjalla við mann sem er tuttugu árum eldri og vonaraugu liðsins mæna á mig, "jæja?"

Ég er að dansa og maður stekkur inn í hópinn og tjúttar með, hann segi eitt orð við mig og stekkur burt jafn skjótt. Liðið kommentar "úhú, bara komin á séns!"

Kunningi minn á mótorhjól og ég minnist á að mig langi að sitja með en liðið segir með hneykslunarsvip "hann á konu!"

Í fullri alvöru og út frá hjartanu þá þykir mér þetta óendanlega þreytandi og leiðinlegt. Ég hreint út sagt þoli þetta ekki. Ég lít á karlmenn sem fólk og langar virkilega að geta átt eðlileg samskipti við þennan flokk án þess að aðrir vilja eða halda að það sé eitthvað á bakvið það. 

Ég lýg engu þegar ég segi að við einhleypu konurnar lítum alveg á karlmenn sem fólk en ekki bara gangandi möguleika. 

Bæjæbæbæbæbæ


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband