Gömul

url.pngMér líður stundum eins og fraukunni á myndinni hér til vinstri. Mér finnst ég ægilega ung og spræk (næstum 33ja) og að ég eigi allt lífið framundan en ægilega mörgum finnst að tíminn sé að renna út.

Ég er farin að heyra hið skelfilega orð gömul!

Jafnvel of gömul til að fara í háskóla. 

Lítum raunsætt á þetta: Ég á 34-37 ár eftir á vinnumarkaði ef ég er við góða heilsu (og ef ég hrekk ekki upp af). 

Ef ég færi í nám gæti það mögulega tekið þrjú ár í grunnámi og alveg heilt ár í viðbót í master. Svo kannski langar mig að læra meira og ég klíni einhverju við gráðuna mína er alveg möguleiki á að klína 3 árum í viðbót. Þá eru það sjö ár. Þá á ég enn eftir tæplega 30 ár við að vinna við það sem ég lærði. 

Ég gæti jafnvel unnið við það í heil 10 ár, farið í annað nám og átt farsælan feril þar í tæp 20 ár. 

Ég er ekkert fokking gömul!

Bæjæbæbæbæbæ

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband