Sett upp í excel

untitled1.jpgNördinn í mér spratt upp og ákvað að reyna að sanna eða afsanna greiningu læknisins á mér með því að skella öllu upp í excel.

Þar sem ég er ekkert sérstaklega góð í excel þá lítur þetta ekkert sérstaklega elegant út en nokkuð skiljanlegt (fyrir mig allaveganna). 

Greining læknsins hljóðar upp á iðraólgu. Við iðraólgu ættu einkeninn að vera mest í kringum tíðir því þetta ástand er talið tengjast hormónum.  Ég setti því inn dagana, númeraði einkennin og hafði dagana sem ég hef á klæðum í súlum sem standa upp úr.

Þarna sést nokkuð greinilega að einkennin eru mest í kringum stóru súlurnar (tíðir). Næsti mánuður á eftir er ekki eins afgerandi en síðastliðinn mánuð voru engin tengsl. 

Hver er þá niðurstaðan? 

Engin eins og er, ég þarf að byrja á því að taka út citrus og jafnvel glútein og halda áfram að setja í töflu. 

Kannski nenni ég að klóra mig inn í flottari og skiljanlegri töflu. 

Bæjæbæbæbæbæ


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband