það þarf ekki mikið til að gleðja mig, súkkulaði er eitt af því. Stundum þegar ég hugsa til þess að ég ætli að fá mér súkkulaði þá klappa ég af eftirvæntingu og tek jafnvel nokkur hopp með. Súkkulaði er stappfullt af andoxunarefnum og allskonar hollustu, svo ekki sé minnst á kynlífsstaðgengill einhleypu konunnar.
Ég veit ekki hvernig ég fer að því að segja frá þessu ógrátandi, en ég fæ kláða eftir neyslu súkkulaðis.
Nú, mínútu seinna er ég búin með tárin. Næst á dagskrá er þá að prufa að taka út soja, það hef ég bara ekkert prufað. Merkilegt.
Það s.s. er líklegra að það sé eitthvað sem sé blandað við súkkulaðið, oftast soja, heldur en að kakó sé að valda einkennum.
En nú er ekkert sælgæti í boð fyrir mig ef ég er að taka út soja, cítrus og glútein. Ég verð ein af þeim sem dásama grænkálsflögur háum og skrækum rómi.
Bæjæbæbæbæbæ
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.