Á meðan soja og sítrus eru á bannlistanum þá er ekkert nammi í boði fyrir mig. Þá er ég í alvöru að meina EKKERT, ef það er ekki soja þá er sítrus.
Ég dey sjaldnast ráðalaus, ég fékk í arf hina óbilandi bjartsýni og "þetta reddast" hugarfar í arf frá forforeldrum mínum. Ég ákvað að prufa að gera súkkulaði. Það gerðist nokkuð merkilegt í kvöld, þessi tilraun heppnaðist skítsæmilega. Mínar tilraunir eiga það margar hverjar sameiginlegt að vera góðar í belg ruslatunnunar.
Rjómasúkkulaðið er frekar þurrt, það vantar meira kakó og/eða meiri sætu. Ég gerði einnig marsipanbolla og marsipankúlur og marsipan getur ekki klikkað, jafnvel þó súkkulaðið sé bara la la.
Ég gæti dansað við marsipan.
Ég er ekkert rosalega leið yfir að þurfa að vinna í þessari uppskrift minni, ég þarf örugglega að búa til mikið af súkkulaði áður en ég næ því nokkuð góðu.
Bæjæbæbæbæbæ
Flokkur: Matur og drykkur | 19.11.2012 | 23:03 | Facebook
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.