Ég var í gær að játa fyrir sjálfri mér að ég þjáist af fyrirtíðaspennu. Mér hefur aldrei dottið í hug að nefna þetta því nafni því í huga mér voru bara viðkvæmar konur sem þjást af þessu. En ég játa, ég er ein af þeim.
Ég hef alla tíð bara verið nokkuð glaðlynd, það tók mig því nokkuð marga mánuði að átta mig á því að Ms. Hyde væri reglulegur gestur á föstum tíma.
Reyndar þegar ég fékk einkenni hormónóreglu fyrir nokkrum árum þá þurfti mömmu til að segja mér tengslin, því ég er bara skussi og tengi ekki svona lagað.
Að öllu jöfnu er ég bara trallandi og syngjandi sæl. Ég dansa við eldamennskuna, syng í sturtunni, tala hátt og mikið, hlæ eins og ég fái forstjórnalaun fyrir, á þó daga þar sem ég er ekki trallandi en samt nokkuð sátt, stundum döpur, stundum smá reið.
En svo einn daginn af einhverri góðri ástæðu fer ég að grenja. Og ég grenja allan daginn, þann næsta og jafnvel þar næsta. Ég er einnig að kafna úr reiði. Þungur þrýstingur býr um sig í brjóstholinu og leitar leiða til að sprengja sig út. Mig langar að brjóta og bramla allt helvítis draslið og allt Þetta fólk sem er að gera mér lífið leitt má hoppa upp í fokkings rassgatið á sér. Vinkona mín gerir eitthvað af hugsunarleysi, ætla aldrei aftur að tala við hana. ALDREI! Unglingurinn kemur seint heim er ekkert búin að læra, það er ekki séns í fokking helvíti að ég muni borga framhaldsskóla fyrir þetta barn satans! Hún situr undir grimmdarlegum reiðilestri um hverslags helvítis fábjáni hún sé og að hún geri aldrei neitt! ALDREI! Og því fylgir svo grátur yfir óréttlæti heimsins. Vonda barn.
Ég hata allt og alla.
Hata.
Svo fer ég að syngja og hlæja.
Bæjæbæbæbæbæ
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.