Í um tvö ár eða meira (ég er löngu hætt að telja) hefur matur farið illa í mig. Það undarlega er að ég hef verið með einkenni nánast alla daga, nema þegar ég hef dottið í brauð og kleinuhringjaát.
Enn undarlegra er að grænmeti og ávextir fara illa í mig hvort sem ég hef borðað hrátt eða eldað. Það er í hæsta máti óeðlilegt.
Jæja, ég hef verið að taka út fæðu og setja inn, tegundir og eina og eina fæðutegund en aldrei verið góð. Ég fór að fá munnþurrk og sæta rauða hringi við munnvik, fólk hélt þegar ég var að rembast við að vera fín með rauðan varalit að ég hefði varalitað svona flott út fyrir.
Dóttir einnar sem ég þekki er með ofnæmi fyrir sítrus og ég mundi eftir að hún hafi talað um einkenni við munn. Því tók ég út sítrusávexti og varirnar urðu betri. En líðanin almennt ekki.
Ég hringdi því blessaða konuna ég var með öll einkenni sem dóttir hennar var með. Hún sagði mér að taka út nánast allt grænmeti, alla ávexti, öll ber nema bláber, hnetur, möndlur, baunir, gróftmeti, lauka, nánast allt krydd og allan tilbúinn mat.
Í gleðivímu yfir að þetta væri sko pottþétt það sem væri að hrjá mig tætti ég allt úr skápum og ók því með hraði heim í skápa systur minnar.
Ég stoppaði ekki til að hugsa um að það væri smá líkur á að þetta væri ekki það sem væri að.
Krossa bara fingur að svo sé.
Bæjæbæbæbæbæ
Bloggvinir
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 7040
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl,
Datt inn á bloggið þitt fyrir tilviljun og fór að velta því fyrir mér hvort þú hefur lesið um iðrabólgu á ensku. Það er mikið til á netinu og ýmsar bækur um þetta efni. Þetta kallast IBS (Irrital Bowel Syndrome) og er kannski ekki bara fæðuóþol.
Anna (IP-tala skráð) 28.1.2013 kl. 14:43
Já ég hef lesið nokkuð til um það og meltingarsérfræðingur greindi mig með iðraólgu af því að einkennin hjá mér voru svo óljós.
Næringarráðgjafinn sem ég var hjá var því ósammála og sagði mér að halda áfram að reyna.
Ég samsama mig ekki við einkenni IBS því það er nánast eingöngu bundið við meltingarfæri, en ég er að fá ofnæmiseinkenni og fá jákvætt við ofnæmi í ofnæmisprófi (bara ekki fyrir hverju).
Ég kem með annan pistil fljótlega sem útskýrir kannski aðeins afhverju þetta er svona.
Kv Klisja Bullari
Klisja Bullari, 2.2.2013 kl. 13:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.